fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist við Reykjanestá klukkan 23:25 í gærkvöldi og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftarnir tilheyri hrinunni sem hófst á svæðinu í gær. Engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Skjálftarnir héldu svo áfram í nótt og mældist til dæmis einn, 2,7, klukkan 01:40. Á sjöunda tímanum í morgun urðu svo tveir skjálftar, 2,0 og 2,1 að stærð.

Síðast var jarðskjálftahrina úti fyrir Reykjanestá í lok desember 2024 þegar skjálftar af svipaðri stærð mældust. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna.

Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár, að sögn Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“