fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist við Reykjanestá klukkan 23:25 í gærkvöldi og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftarnir tilheyri hrinunni sem hófst á svæðinu í gær. Engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Skjálftarnir héldu svo áfram í nótt og mældist til dæmis einn, 2,7, klukkan 01:40. Á sjöunda tímanum í morgun urðu svo tveir skjálftar, 2,0 og 2,1 að stærð.

Síðast var jarðskjálftahrina úti fyrir Reykjanestá í lok desember 2024 þegar skjálftar af svipaðri stærð mældust. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna.

Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár, að sögn Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“