fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Þór Sigurðsson er elsti frambjóðandinn í formannskosningum VR. Hann segir að aldursfordómar séu raunverulegt og viðvarandi vandamál á vinnumarkaði, sérstaklega hvað varðar fólk sem er komið yfir fimmtugt. Þetta hefur hann sjálfur upplifað í framboði sínu þar sem bent hefur verið á aldur hans.

Bjarni skrifar um þetta í aðsendri grein hjá Vísi þar sem hann rekur að fólk sem er komið yfir fimmtugt eigi erfiðara með að fá vinnu.

„Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild.“

Hann bendir sérstaklega á opinbera starfsmenn sem er gert að láta af störfum við sjötugt jafnvel þó að lífaldur hafi hækkað verulega síðan þessi aldursmörk voru sett. Margir á þessum aldri eru enn í blóma lífsins, við hestaheilsu og vilja vinna. Vinnumarkaður ætti að fylgja auknum lífslíkum með því að tryggja eldri einstaklingum sömu tækifæri og þeir yngri njóta.

„Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild.“

Bjarni bendir á að það eigi að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn við ráðningar frekar en fæðingarár. Fyrir utan það að aldri fylgir verðmæt reynsla sem getur skipt miklu máli.

„Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sanngjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars að þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár.“

Bjarni bendir á að það séu stórar samfélagsbreytingar framundan með tækniframförum og gervigreind. Tryggja þurfi að þessar breytingar verði ekki notaðar til að ýta fólki út af vinnumarkaði. Sporna megi gegn þessu með því að efla tækifæri til sí- og endurmenntunar svo allir geti nýtt nýja tækni til að þróa hæfni sína, óháð aldri.

„Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins.

Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annars staðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera.“

Bjarni bendir á að hver vinnandi hönd er samfélaginu verðmæt og framtíðin byggist ekki á aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“