fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu á Austurlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi vegna alvarlegs umferðarslys sem varð á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, í gær kemur fram að einstaklingurinn sem lést í slysinu hafi verið Íslendingur á áttræðisaldri.

Fram kemur að tilkynning um slysið barst klukkan 11:45 í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var sent á staðinn auk sjúkraliðs frá Fjarðabyggð og tækjabifreiðar frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð.

2 Þyrlur Landhelgisgæslunnar komu á vettvang og fluttu slasaða undir læknishendur.

Enginn þeirra þriggja sem fluttir voru á Landsspítalann er í lífshættu.

Eins og áður segir var einstaklingurinn sem lést í slysinu Íslendingur á áttræðisaldri.

Segir að lokum í tilkynningunni að rannsókn slyssins sé í fullum gangi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“