fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. mars 2025 09:00

Mynd: Skjáskot RÚV/Alþinig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tjónið sem varð um helgina á heimilum og fyrirtækjum hleypur á hundruðum milljóna og það er ljóst að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt.“

Þetta sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu á Alþingi í vikunni en þar ræddi hann hamfarirnar sem urðu um síðustu helgi þegar sjór gekk á land á suðvesturhorni landsins. Mikið tjón varð til dæmis í Sandgerði og þá flæddi sjór og grjót yfir varnargarða í Reykjavík.

Guðmundur vísaði í byrjun ræðu sinnar til mikilla hamfara sem urðu hér á landi árið 1799.

„Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín,“ sagði hann en flóðið varð á sama tíma og mjög kröpp lægð fór yfir landið. Kaupstaðurinn að Básendum varð rústir einar og fór í eyði.

„Þetta er hluti af íslenskri sögu en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn en í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir slíkar hamfarir, alla vega að þær verði jafn afdrifaríkar,“ sagði hann og spurði hvort að við ætlum ekki að nýta þessa þekkingu sem við höfum.

„Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugir stormar munu verða tíðari og ágangur sjávar verður skæðari. Þetta eru staðreyndir — ekki spár, ekki tilgátur, heldur staðreyndir sem þegar eru farnar að hafa áhrif á íslenskt samfélag. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik heldur hluti af miklu stærra mynstri sem við höfum val um hvort við ætlum að bregðast við eða láta yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að bregðast við heldur er einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka,“ sagði hann.

Bætti hann við að stjórnvöld verði að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu að verða fyrir tjóni.

„Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun en í drögum að þeirri áætlun var einmitt gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum og fyrirtækjum hleypur á hundruðum milljóna og það er ljóst að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Í gær

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“