fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing um herbergi til leigu sem birtist í Facebook-hópnum Leiga fyrr í dag vakti mikla athygli, þó ekki jákvæða, og viðbrögð meðlima hópsins.

Auglýsingin hljóðar svo:

„Ath er að pósta fyrir annan og kem skilaboðum áleiðis.
Herbergi til leigu – Neðra-Breiðholt
Stærð: 7 m² (+salerni)
Leiga: 55.000 kr. pr.m (sem er sirka 1,5 nótt á hóteli)
Laust strax
Huggulegt 7 m² herbergi á frábærum stað í Neðra-Breiðholti.
Hentar rólegum og reglusömum einstaklingi t.d. námsmanni
sem leitar að hagkvæmu og snyrtilegu húsnæði.
Valið verður úr umsóknum skv. því.
Eiginleikar:
Nýuppgert og í góðu ástandi
Sameiginlegt klósett (wc+vaskur)
Reykskynjari
Góð staðsetning með stutt í verslanir, sund, almenningssamgöngur og útivistarsvæði
SKILMÁLAR:
Aðeins fyrir 1 einstakling
Reykingar ekki leyfðar“

Fjórar myndir fylgja með auglýsingunni og af þeim að ráða er um að ræða herbergi í kjallara, með aðgengi að salerni og vaski á ganginum að herberginu. Einn gluggi er á herberginu, sem uppfyllir líklega ekki reglur um eldvarnir.

Athugasemdir létu ekki á sér standa við færsluna:

„Hugsa fólk noti lýsingarorðið huggulegt í ólíkum merkingum.“

„Er þessi kompa í lagi? Ss allar reglugerðir ok?“

„Ógeðslegt enn ein geymslan rigguð upp til leigu engar brunavarnir ekkert örryggi kæra þetta beint til Lögreglu.“

„Prison looks better.“ Fleiri taka í sama streng, en einn bendir á að fangaklefi sé yfir 10 fermetrar að stærð.

„Is this one of the police cells at Hlemmur ?“

„Er þetta grín eða? Almáttugur.“

„Reykingar ekki leyfðar? Það ætti allt að vera leyfilegt í svona lyftu.“

„55þ pr. m…. væntanlega pr. mánuður eða fara illa með fólk og segja nei nei 55þ. pr. meter..“

„Haha sælir bara verið að leigja út geymsluna sína.“

„Og viðkomandi þarf að kaupa allar máltíðir ekki einu sinni ísskápur að geta keypt smá mat að geyma.“

„Sturta og uppvask í einu.“

„Er verið að líkja þessu við hótel, það komast ekki tveir inn í einu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“