fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sakfelldur fyrir lyfjastuld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. mars 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var í starfi hjúkrunarfræðings á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítala við Hringbraut var sakfelld fyrir lyfjastuld. Nánar tiltekið var henni gefið að sök að hafa á tímabilinu 9. september 2021 til 28. febrúar 2022, stolið úr lyfjaskáp samtals 21 töflu af bensódíazepin lyfinu Temesta (Lorazepam).

Dómur var kveðinn upp í málinu þann 12. febrúar en hefur fyrst verið birtur núna.

Konan játaði brotin og var það virt henni til refsilækkunar. Einnig hefur hún ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Einnig spilar inn í ákvörðun um refsingu að magnið sem var stolið var lítið.

Hins vegar segir í dómnum:

„Við ákvörðun refsingar er litið til þess að með brotum sínum misnotaði ákærða það traust og þann trúnað sem henni var sýndur í starfi sínu, auk þess sem brotavilji hennar var einbeittur. Þá var brotið framið í opinberu starfi sem horfir til refsiþyngingar […]“

Var konan dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm