fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. mars 2025 17:30

Fólk kaupir frekar SAIC en Tesla. Mynd/SAIC Motors

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á Tesla hefur hrapað í Evrópu að undanförnu. Talið er að hegðun eigandans Elon Musk skiptir þar miklu máli. Kínverskur bílaframleiðandi græðir á þessum óvinsældum.

Sala á Tesla bílum hefur hrunið um 45 prósent á milli ára. Þetta sína tölur frá því í janúar. Þegar aðeins er litið til Evrópusambandsins hefur salan minnkað um 50,3 prósent og sums staðar er hrunið mun meira. Í Frakklandi hefur salan minnkað um 59,5 prósent og í Þýskalandi um heil 63 prósent.

Ástæðan er að miklu leyti talin vera hegðun og afskiptasemi eigandans Elon Musk. En hann hefur meðal annars blandað sér í kosningabaráttuna með stuðningi við öfgaflokkinn AFD sem og að heilsa að nasistasið, sem er einkar viðkvæmt mál í Þýskalandi.

En þetta hrun hjá Tesla þýðir ekki að rafbílasala fari minnkandi í Evrópu. Þvert á móti þá hefur hún aukist um 37 prósent á milli ára. Eru rafbílar sífellt að verða stærri hluti af heildarsölu nýrra bíla.

Sá bílaframleiðandi sem hefur grætt hvað mest á hruni Tesla er hinn kínverski SAIC. Á meðan sala Tesla hrundi úr 18.161 í 9.945 bíla á milli ára þá seldi SAIC 22.994 eintök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK