fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. mars 2025 17:02

Ingólfur Þór Árnason Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þór Árnason, betur þekktur sem Indigó er látinn, 49 ára að aldri. Ingólfur Þór fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1976 og bjó víða hér á landi, auk þess sem hann bjó í Amsterdam í Hollandi og London í Englandi um tíma.

Ingólfur Þór lést 26. febrúar í Portúgal. Hann skilur eftir sig tvær dætur Matthildi Nínu og Ylfu Rós, barnabarnið Ísak Leon,  og móður, Signýju Ingibjörgu Hjartardóttur.

Árnína H.Guðjónsdóttir, bróðurdóttir Signýjar, hefur sett af stað söfnun fyrir móður Ingólfs sem vill flytja son sinn heim til greftrunar. Því fylgir mikill kostnaður og eru margir sem vilja aðstoða fjölskylduna.

Reikningsnúmer er neðar í þessari frétt.

„Kæru vinir og vandamenn.

Nú gengur Signý Ingibjörg Hjartardóttir  og fjölskylda í gegnum mjög erfiða tíma.

Ingólfur sonur hennar lést þann 26. febrúar í Portúgal og Ingibjörg móðir hans er að vinna í því að fá hann heim.

Ljóst er að mikill kostnaður er framundan fyrir fjölskylduna og hafa margir haft samband sem vilja aðstoða hana.

Ég vil því setja í gang söfnun fyrir Ingibjörgu og fjölskyldu til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhag í þessari miklu sorg.

Það skiptir ekki máli hver upphæðin er, margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsupplýsingar Signýjar Ingibjargar eru:

Reikningur: 0525-26-150158

Kennitala: 151055-0019

Kærleikskveðja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks