fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Umhverfisverndarsinnum var kennt um skemmdarverkin – Síðan kom skelfilegur sannleikurinn í ljós

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 04:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi útsmogna áætlun var svo nærri því að heppnast en þegar lögreglan stöðvaði för þriggja manna, skammt frá Berlín, rann skelfilegur sannleikurinn upp fyrir þýskum yfirvöldum.

Málið hófst í desember þegar skemmdarverk voru unnin á tæplega 300 bílum í mörgum þýskum borgum. Var umhverfisverndarsinnum kennt um. Hafði byggingarkvoðu verið sprautað inn í útblástursrör bílanna þannig að þeir voru ónothæfir.

Skemmdarvargarnir settu límmiða á bílana með slagorðum á borð við „verið grænni“ og mynd af Robert Habeck,  sem er varakanslari Þýskalands og efnahags- og umhverfisráðherra og þingmaður Græningja. Hann stefnir á að verða kanslari eftir þingkosningarnar þann 23. febrúar.

Der Spiegel segir að málið hafi tekið algjörlega nýja stefnu í desember þegar þrír menn voru stöðvaðir af lögreglunni skammt frá Berlín. Þeir eru frá Þýskalandi, Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu. Við leit heima hjá þeim fann lögreglan brúsa með byggingarkvoðu, farsíma og fartölvur.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir höfðu fengið 100 evrur greiddar fyrir hvern bíl sem þeir skemmdu og að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB höfðu ráðið þá til starfa í gegnum skilaboðaþjónustur á borð við Telegram og Viper.

Einn mannanna játaði að þeim hefði verið lofað mörgum þúsund evrum fyrir skemmdarverkin og að rússneskur tengiliður hefði haft milligöngu um þetta.

Þýska leyniþjónustan og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, höfðu áður varað við hættunni á að Rússar reyni að hafa áhrif á þingkosningarnar með skemmdarverkum og dreifingu áróðurs og lyga. Markmiðið sé að skaða lýðræðið og grafa undan stuðningi við Úkraínu.

Áður hafa bandarísk yfirvöld afhjúpað hvernig Rússar blönduðu sér í forsetakosningarnar þar í landi 2016 með því að dreifa lygum og röngum upplýsingum en með þessu lögðu þeir sitt af mörkum til að Donald Trump sigraði í kosningunum.

Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á frönsku forsetakosningarnar 2017 og þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi 2016 um Brexit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Í gær

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“