fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Sænskt atriði í undankeppni Eurovision sagt stolið frá Geirmundi – „Ég hef bara gaman að þessu“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 19:30

Geirmundarsveiflan er vinsæl í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og oft vill verða í Eurovision er nú rætt um að lagi hafi verið stolið. Nánar tiltekið að sænsk hljómsveit í undankeppni hafi stolið lagi af sjálfum Geirmundi Valtýssyni.

Sænska söngvakeppnin Melodiefestivalen stendur nú sem hæst en þar verður valið lag til að taka þátt fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í svissnesku borginni Basel í vor. Á meðal keppenda er kvennatríó sem kallar sig Schlagerz og flytur lagið Don Juan. Um er að ræða sveiflu-lag sem þykir minna afskaplega mikið á lag Geirmundar Valtýssonar. Svo mikið að það sé jafn vel stolið.

Lagið sem rætt er um að hafi verið stolið kallast Ég hef bara áhuga á þér af plötunni Á fullri ferð frá árinu 1991.

Geirmundur sjálfur gerir hins vegar ekki mikið úr þessum umræðum. En hann ræddi málið í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Ég hef bara gaman að þessu,“ sagði sveiflukóngurinn skagfirski. „Þetta eru mikil sveiflulönd, bæði Svíþjóð og Noregur. Við vitum með La det swinge, hvaðan það kom, og vitum líka hvaðan Waterloo kom. Þetta er allt sama dæmið. Ég er náttúrulega mjög ánægður að heyra það að tónlistin mín er greinilega spiluð eitthvað þarna úti.“

Sjálfur telur hann meiri líkindi með hinu sænska lagi og laginu Vertu af plötunni Í synjandi sveiflu frá árinu 1989. En það söng hann með Helgu Möller.

„Swingið má nú fara að koma aftur því að lögin eru orðin svo róleg núna, mikið af lögum,“ sagði Geirmundur. „Gleðin finnst oft með swing taktinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur