fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 19:42

Grænlandi er ógnað úr vestri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur þingmaður hefur lagt fram frumvarp í neðri deild um að nafni Grænlands verði breytt í Rauð, hvít og bláland. Á það að valdefla Donald Trump forseta til þess að kaupa landið.

Þingmaðurinn sem lagði fram frumvarpið heitir Buddy Carter og kemur frá Georgíufylki. Ber það heitið „Rauð, hvít og blálands frumvarpið 2025“ eins og greint er frá í blaðinu New York Post.

„Ameríka er komin til baka og verður stærri en nokkru sinni fyrr með viðbættu Rauð, hvít og blálandi,“ sagði Carter við blaðið. „Trump forseti hefur réttilega sagt að kaupin á Grænlandi séu forgangsmál þegar kemur að þjóðaröryggi og við munum með stolti bjóða íbúana að ganga til liðs við frjálsustu þjóð sem hefur nokkurn tímann verið til þegar samningamaðurinn skrifar undir þennan tímamóta samning.“

Carter og Trump. Skjáskot/Twitter

Eins og oft hefur komið fram áður hefur Trump sagst vilja kaupa Grænland og ekki útilokað að beita hervaldi gegn Dönum til að yfirtaka landið. Danir hafa sagt að Grænland sé ekki til sölu og að Grænlendingar sjálfir ákveði sína framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku