fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 19:30

Jim Ratcliffe og Chad R. Pike eru umsvifamiklir hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls eiga 24 aðilar eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem birtist nýjasta tölublaði Bændablaðsins um stærsti landeigendur Íslands.

Það þarf vart að koma á óvart að sveitarfélög og ríkissjóður séu langstærstu eigendur jarða hér á landi. Er eignarhlutur hvors aðila fyrir sig svipaður, tæplega 400 eignarhlutir í um 400 jörðum. Þar á eftir kemur Þjóðkirkjan með 35 eignarhluti í 35 jörðum.

Í fjórða sætinu á eftir Þjóðkirkjunni, samkvæmt úttekt Bændablaðsins, er svo eignarhaldsfélagið Sólarsalir sem á 26 eignarhluti í 29 jörðum. Félagið er í eigu Sir Jim Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlandseyja, og stjórnarformaður INEOS. Ratcliffe á stóran hlut í enska stórveldinu Manchester United þar sem INEOS fer með stjórn íþróttamála.

Annað eignarhaldsfélag kemur þar á eftir, félagið Fljótabakki með 12 eignarhluti í 12 jörðum. Félagið er í eigu Bandaríkjamannsins Chad R. Pike, sem er stofnandi ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience, og á meðal annars lúxushótelið Deplar Farm þar sem margir ríkir einstaklingar hafa dvalið.

Sá Íslendingur sem á flestar jarðir, samkvæmt úttekt Bændablaðsins, er Ingibjörg Eyþórsdóttir sem er skráður eigandi níu jarða. Í þeim hópi er til dæmis jörðin Kaldaðarnes í Árborg og litlar hjáleigur hennar sem allar eru eyðijarðir.

Í úttekt Bændablaðsins er bent á að fjöldi jarða segi ekki alla söguna því þær eru mjög misstórar. Þannig reyndist ekki unnt að fá upplýsingar um stærstu landeigendurna í fjölda hektara af landi þar sem afmörkun jarða er víðast hvar ókortlögð.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Bændablaðsins eða á vef þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Í gær

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð