fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 15:41

Guðrún Hafsteinsdóttir Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi ráðherra, að gefa kost á sér til formennsku í flokknum.

„Við, oddvitar og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, hvetjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins,“ segir í áskoruninni sem er undirrituð af oddvitum og bæjarstjórum sem flokkurinn á í kjördæminu.

Guðrún er annar þingmaður kjördæmisins og hefur setið á þingi síðan árið 2021. Hún var dómsmálaráðherra árin 2023 til 2024.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti það nýlega að hún myndi bjóða sig fram til formennsku. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa tilkynnt að þau hyggist ekki bjóða sig fram. Auk Guðrúnar hafa þau þrjú verið talin líklegust til að bjóða sig fram. Guðrún hefur ekki tilkynnt um sína ákvörðun.

Eftirtaldir fulltrúar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram:

Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu

Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu

Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra

Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra

Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi

Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði

Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi

Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg

Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ

Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík

Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum

Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“
Fréttir
Í gær

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda