fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 15:41

Guðrún Hafsteinsdóttir Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi ráðherra, að gefa kost á sér til formennsku í flokknum.

„Við, oddvitar og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, hvetjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins,“ segir í áskoruninni sem er undirrituð af oddvitum og bæjarstjórum sem flokkurinn á í kjördæminu.

Guðrún er annar þingmaður kjördæmisins og hefur setið á þingi síðan árið 2021. Hún var dómsmálaráðherra árin 2023 til 2024.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti það nýlega að hún myndi bjóða sig fram til formennsku. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa tilkynnt að þau hyggist ekki bjóða sig fram. Auk Guðrúnar hafa þau þrjú verið talin líklegust til að bjóða sig fram. Guðrún hefur ekki tilkynnt um sína ákvörðun.

Eftirtaldir fulltrúar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram:

Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu

Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu

Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra

Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra

Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi

Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði

Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi

Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg

Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ

Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík

Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum

Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum