fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 11:37

Kyana Sue Powers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyana Sue Powers er bandarísk að uppruna en hefur búið á Íslandi síðustu ár. Hún á og rekur fyrirtækið Kraftar Media sem framleiðir ýmis konar myndbönd og annað myndefni einkum til birtingar á samfélagsmiðlum. Myndefninu, þar sem Kyana sjálf gegnir oftast stóru hlutverki, hefur aðallega verið beint að ferðamönnum og í þeim eru sjónum beint að ýmsu sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kyana hefur vakið mikla athygli bæði erlendis og hérlendis með myndefni sínu og hefur oft verið kölluð ferðaáhrifavaldur. Neytendastofa hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtæki hennar hafi brotið lög með því að gefa ekki skýrt til kynna að fjöldi færslna þess á samfélagsmiðlum væru auglýsingar þegar tilgangur þeirra hafi augljóslega verið slíkur.

Segir í ákvörðun Neytendastofu að aðgangar á Instagram og TikTok sem kenndir eru við Kyönu Sue hafi verið teknir til skoðunar. Jafn framt kemur fram að við þessa könnun hafi Neytendastofa orðið vör við stöðufærslur og svokallaðar stories þar sem m.a. mátti finna umfjöllun um eða skírskotun til fjölda fyrirtækja, sem öll eru nafngreind í ákvörðuninni. Neytendastofa segir að í þeim færslum þar sem fyrrnefnd fyrirtæki séu nefnd séu ýmsar vörur kynntar og ágæti þeirra jafnvel tíundað. Fæstar þessara færslna hafi verið merktar sem auglýsing eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að þær séu gerðar í viðskiptalegum tilgangi.

Í kjölfar samskipta Kyönu og Neytendastofu ákvað stofnunin að beina málinu að fyrirtæki hennar, Kraftar Media, í stað hennar sjálfrar persónulega, meðal annars á þeim grundvelli að umræddir aðgangar á samfélagsmiðlum væru í eigu fyrirtækisins.

Ekki alltaf samstarf

Í svörum Kyönu kom fram að fyrirtæki hennar merki oft á tíðum bæði með og án samþykkis í færslunum önnur fyrirtæki á Íslandi til að kynna ferðamenn fyrir ýmis konar þjónustu sem sé í boði hér á landi.

Hún upplýsti einnig um öll þau fyrirtæki sem Kraftar Media ætti í viðskiptasambandi við og kynnti á sínum samfélagsmiðlum en endurgjald frá þeim hafi m.a. verið í formi greiðslu, boða í veislur, vöruskipta eða gjafa. Einnig byði Kraftar Media upp á afsláttarkóða hjá fjölda fyrirtækja.

Frekari skýringar bárust ekki frá fyrirtækinu.

Auglýsingar

Það er niðurstaða Neytendastofu að ljóst sé að á umræddum aðgöngum á Instagram og TikTok hafi í fjölda færslna ýmiss fyrirtæki verið merkt inn á þær án nánari skýringa eða fjallað  um vörur þeirra og þjónustu án merkinga um að þarna væri um að ræða auglýsingar. Neytendastofa segir færslunar hafa verið gerðar í viðskiptalegum tilgangi og gegn endurgjaldi. Þar af leiðandi sé um auglýsingar að ræða.

Segir Neytendastofa að gera verði ríkar kröfur til auglýsinga sem birtist í formi persónulegra meðmæla eins og um sé að ræða í þessu tilfelli:

„Auglýsingar í formi persónulegra meðmæla nýta traust og trúgirni neytanda í ríkari mæli en önnur hefðbundin form auglýsinga og markaðssetninga gerir. Erfitt getur verið að greina á milli þess hvort umfjöllun sé kostuð eður ei sé hún ekki merkt með skýrum hætti og hætt við að neytendur treysti á að umfjallanir einstaklinga sem þeir fylgja séu óhlutdrægar. Framangreind atriði leiða til þess að ríkar kröfur verður að gera til þess að auglýsingar á samfélagsmiðlum séu skýrlega merktar.“

Bann og sekt við óhlýðni

Það er niðurstaða Neytendastofu að með því að merkja ekki umræddar færslur á Instagram og TikTok sem auglýsingar hafi fyrirtæki Kyönu Sue Powers, Kraftar Media, brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Um hafi verið að ræða villandi viðskiptahætti. Að lokum segir í ákvörðun Neytendastofu að fyrirtækinu sé framvegis bannað að birta auglýsingar með óbreyttum hætti, fari það ekki eftir banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“