fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 10:00

Logi Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leynilegri upptöku sem Logi Bergmann gerði af símtali sínu við Arnar Grant segist hann aldrei hafa snert Vítalíu Lazarevu. Arnar Grant samsinnir honum. Mannlíf greinir frá.

Logi missti starf sitt sem þáttarstjórnandi og pistlahöfundur hjá Árvakri í kjölfar þess að Vítalía sakaði hann um kynferðisbrot. Það gerði hún í hlaðvarpsviðtali við Eddu Falak í byrjun árs 2022. Meint kynferðisbrot er sagt hafa átt sér stað í kjölfar þess að Logi kom að Vítalíu og Arnar í ástaratlotum inni á herbegi á Hótel Hamri í Borgarnesi. Sagði hún Loga hafa brotið gegn sér með leyfi Arnars.

Á upptökunni lýsir Logi yfir sakleysi sínu og Arnar samsinnir honum. „Þetta meikar bara engan sens, Logi. Þú myndir aldrei fara niður á grátandi stelpu. Sama þótt ég myndi biðja þig um það. Þú myndir aldrei gera það,“ segir Arnar á upptökunni.

„Mér hefur verið sagt upp fyrir sakir sem eru ekki sannar. Ég hef aldrei snert þessa konu. Ég mun ábyggilega einhvern tímann fara í mál við Moggann, eða eitthvað,“ segir Logi á upptökunni.

„Ég er búinn að hugsa þetta hundrað sinnum. Ég hefði átt að láta einhvern hótelstarfsmann tékka á ykkur en ég hafði bara áhyggjur af ykkur, hvort það væri eitthvað að,“ segir Logi ennfremur.

Arnar tekur undir þetta og segir: „Ég var búinn að segja við ykkur að ég væri eitthvað slappur og ætlaði upp á herbergi,“ samsinnir Arnar.

„Ég hélt bara að þú hefðir fengið hjartaáfall eða eitthvað,“ segir Logi og Arnar segist skilja það.

„Ég geng inn á ykkur, ég tala við ykkur, ég fer. Það er ekkert sem gerist,“ segir Logi  ennfremur og Arnar samsinnir því.

Arnar segir á upptökunni að Vítalía hafi um þetta leyti verið að fjárkúga fjórmenningana sem voru með henni naktir í heitum potti og hún sakaði um áreitni. „Hún  var að reyna að fjárkúga strákana. Þegar hún fer í þetta viðtal er hún búin að vera í miklum samningaviðræðum við þá með upphæð sem ætti að borga henni,“ segir Arnar og segir að ekki hafi gengið saman með þeim og þess vegna hafi hún farið í viðtalið til Eddu.

Logi segir ennfremur í upptökunni að Vítalía hafi leitt sig í gildru:

Hún hefur allt í einu samband við mig. Þá varst þú búinn að segja mér að vera bara auðmjúkur, eitthvað og biðjast afsökunar á að hafa vaðið inn (í herbergið) og vera dónalegur við hana í samskiptum. Þá veiðir hún mig, þá nappar hún mig. Það sem er svo óþægilegt er að hún byrjar að setja samskipti hérna út í loftið. Hún byrjar að fá játningu hjá mér. Þá er hún ekki að tala um Borgarnes. Þegar hún er komin með játninguna frá mér þar sem ég segist taka ábyrgð, þá byrjar hún að tala um Borgarnes. Það var planað hjá henni.“

Upptakan sem Mannlíf hefur undir höndum var lögð fram í kærumáli á hendur Vítalíu fyrir fjárkúgun. Rannsókn málsins var feld niður. Mannlíf boðar frekari fréttaflutning úr upptökunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi