fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis.“

Þetta segir Guðbjörg Inga Aradóttir, skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði, í aðsendri grein á vef Vísis.

DV greindi í síðustu viku frá því að leðurblaka hefði vakið athygli gesta í Laugardalslaug. Hún var svo fönguð síðastliðinn þriðjudag þar sem hún var aflífuð og send til rannsóknar á tilraunastöðina að Keldum. Óvíst er hvernig leðurblakan kom til landsins.

Sjá einnig: Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Í grein sinni setur Guðbjörg spurningarmerki við það hvernig eftirliti er háttað, til dæmis varðandi innflutning á plöntum og plöntuafurðum, hér á landi.

„Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar,“ segir hún.

Guðbjörg bendir á að margir þessir skaðvaldar taki sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Nefnir hún að í Bretlandi séu nýleg nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt.

„Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni,” segir Guðbjörg sem tekur þó fram að ólíklegt sé að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi. Það sama megi þó ekki segja um aðra skaðvalda og nefnir hún til dæmis birkikembu og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold herji í auknum mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum.

Sjá einnig: Leðurblakan handsömuð og er dauð – Náðu myndbandi af því þegar hún var gómuð

„Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana,“ segir hún.

Í grein sinni nefnir Guðbjörg síðan að Matvælastofnun beri ábyrgð á eftirliti plantna og plöntuafurða til Íslands.

„Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismunandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á.“

Grein sína endar Guðbjörg á þessum orðum:

„Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda.“

@chapelbois Leðurblaka í Laugardalslaug í dag – mætti og heilsaði upp á kapelludrengina🦇😈 #fyrirþig #foruyou #kapelludrengir ♬ KLÚBBNUM – chapelbois

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum