fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt um veikindi eftir hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Á föstudag var haldið þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi og á laugardag fór fram annað þorrablót í Þorlákshöfn.

Í gær greindi mbl.is frá því að minnst 50 manns hefðu veikst eftir þorrablót Hvatar og í frétt Vísis nú í hádeginu kemur fram að tugir gesta hefðu einnig veikst á seinna blótinu. Samtals munu hátt í 200 manns glíma við veikindi eftir blótin.

Samkvæmt heimildum DV leikur grunur á að uppruna veikindanna megi rekja til rófustöppu eða uppstúfs sem voru á boðstólnum á umræddum þorrablótum. Það hefur þó ekki fengist staðfest og eru sýni enn til rannsóknar.

Í frétt Vísis kemur fram að sama veisluþjónustu hafi komið að báðum þorrablótunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga