fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2025 04:14

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæp þrjú ár síðan Vladímír Pútín lét her sinn ráðast inn í Úkraínu og stendur stríðið enn. En hann hefur ekki setið aðgerðarlaus og beðið eftir sigri í þessi þrjú ár því hann er með leynilega áætlun um að leggja annað land undir sig.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW). Skýrslan nefnist „Rússland er hljóðlega að leggja Belarús undir sig“. Í henni kemur fram að Pútín hafi í hyggju að innlima Belarús í Rússland í eitt skipti fyrir öll og að áætlun hans sé langt komin í framkvæmd.

„Nú stendur lokakafli Kreml, í áratugalangri áætlun um að innlima Belarús, yfir,“ segir í niðurlagi skýrslunnar.

Arve Hansen, aðalráðgjafi hjá Norsku Helsinkinefndinni sagði í samtali við TV2 að skýrslan sé „skelfileg“ lesning.

„Það sem er kannski athyglisverðast við þessa skýrslu, er hversu langt ISW telur að Rússar séu komnir með þessa áætlun. Það skelfir mann að skýrsluhöfundarnir segja að raunveruleg hætta sé á að Rússar innlimi Belarús innan áratugs,“ sagði Hansen.

Skýrsluhöfundar benda á að ef Rússar innlima Belarús muni það styrkja hernaðarlegan og efnahagslegan mátt Rússlands til að ná fram hefndarmarkmiðum sínum gegn Bandaríkjunum og NATÓ.

Hugveitan telur því að NATÓ eigi að endurmeta afleiðingarnar af „vaxandi yfirráðum Rússa yfir Belarús“ og auðlindum landsins, þar á meðal hernum.

ISW segir að innlimun Belarús í Rússland falli vel inn í langtímaáætlun Pútíns, sem sé að endurskapa yfirráð Rússa yfir öllum fyrrum ríkjum Sovétríkjanna og þar séu Úkraína og Belarús í forgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær