fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Á góðri íslensku heitir þetta skítaveður“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum næstkomandi föstudag en þá er gert ráð fyrir sunnanstormi, úrhellisrigningu og asahláku. „Á góðri íslensku þá heitir þetta skítaveður,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem vegfarendur eru varaðir við.

En áður en vonskuveðrið skellur á næstkomandi föstudag eiga íbúar á vesturhelmingi landsins von á hríðarveðri. Þannig eru gular viðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði á morgun sem og á Miðhálendinu.

Búast má við suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum, til dæmis á Hellis- og Mosfellsheiði. Einnig má búast við talsverðri hálku og varasömu ferðaveðri. Taka þessar viðvaranir gildi um klukkan 10 í fyrramálið og gilda fram undir kvöld.

Á föstudagskvöld, eða frá klukkan 18, er svo von á „skítaveðri“ og er búist við því að það endist alla helgina og í öllum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar segir einfaldlega:

„Veðurspár gera ráð fyrir lægðagangi, með hvössum sunnanáttum, stormi eða roki og úrhellisrigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Spáð er asahláku víða um land, miklu álagi á fráveitukerfi og fólk því hvatt til að hreinsa vel niðurföll og skurði til að forðast vatnstjón. Einnig má búast við hálku á vegum og eru ökumenn hvattir til að aka mjög varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.“

Hægt er að kynna sér veðurspárnar betur á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“