fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

„Á góðri íslensku heitir þetta skítaveður“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum næstkomandi föstudag en þá er gert ráð fyrir sunnanstormi, úrhellisrigningu og asahláku. „Á góðri íslensku þá heitir þetta skítaveður,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem vegfarendur eru varaðir við.

En áður en vonskuveðrið skellur á næstkomandi föstudag eiga íbúar á vesturhelmingi landsins von á hríðarveðri. Þannig eru gular viðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði á morgun sem og á Miðhálendinu.

Búast má við suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum, til dæmis á Hellis- og Mosfellsheiði. Einnig má búast við talsverðri hálku og varasömu ferðaveðri. Taka þessar viðvaranir gildi um klukkan 10 í fyrramálið og gilda fram undir kvöld.

Á föstudagskvöld, eða frá klukkan 18, er svo von á „skítaveðri“ og er búist við því að það endist alla helgina og í öllum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar segir einfaldlega:

„Veðurspár gera ráð fyrir lægðagangi, með hvössum sunnanáttum, stormi eða roki og úrhellisrigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Spáð er asahláku víða um land, miklu álagi á fráveitukerfi og fólk því hvatt til að hreinsa vel niðurföll og skurði til að forðast vatnstjón. Einnig má búast við hálku á vegum og eru ökumenn hvattir til að aka mjög varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.“

Hægt er að kynna sér veðurspárnar betur á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“