fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 13:30

Sigurjón sagði fréttaflutning Morgunblaðsins ekki heiðarlegan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir ekki heiðarlegt af Morgunblaðinu að reyna skráningu sem verið sé að breyta tortryggilega. Bendir hann á að formaður Sjálfstæðisfélags hafi skrifað frétt þess efnis. Segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fara í naflaskoðun og hætt að vera þjónustumiðstöð auðmanna.

„Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir. Þeir vilja líka komast hjá ákveðnum vandræðagangi í sínum flokki sem er nánast formannslaus. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er í mikilli fýlu,“ sagði Sigurjón, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var hann ásamt Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Sigurjón sagði þá umræðu sem búið væri að spinna upp um loforðasvik Flokks fólksins vera hreina og klára vitleysu. Ríkisstjórnin sé nýmynduð og Inga Sæland sé núna á fullu í ráðuneytinu að undirbúa frumvörp til að leiðrétta kjör lífeyrisþega og öryrkja. Þingið er ekki komið saman eftir kosningar.

Sagði hann vandræðagang Sjálfstæðisflokkinn mikinn. Enginn hafi boðið sig fram til formennsku nema listamaðurinn Snorri Ásmundsson.

Formsatriði sem fleiri eigi eftir að breyta

Aðspurður um skráningu Flokks fólksins sem félagasamtaka en ekki stjórnmálaflokks sagði hann þetta vera smáatriði sem væri verið að breyta. Fleiri stjórnmálaöfl væru í sömu sporum. Benti þáttarstjórnandi á að Vinstri græn hefðu einnig átt eftir að breyta skráningu hjá sér.

Benti hann á að Flokkur fólksins hefði verið rétt skráður þar til lögum var breytt. Til hafi staðið að breyta skráningunni í nóvember síðastliðnum en þá hafi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins gefist upp og boðað var til kosninga.

Um sé að ræða formsatriði sem verði breytt á landsfundi þann 22. febrúar næstkomandi. Aðspurður um endurgreiðslu á ríkisstyrkjum sagði Sigurjón að það yrði gert ef stjórnvöld fara fram á það.

Morgunblaðið ekki heiðarlegt

Benti Sigurjóns einnig á að Morgunblaðið hefði skrifað um þetta og sagði að þar væri ekki heiðarlega fjallað um málefni Flokks fólksins. Vísaði hann þar óbeint til þess að Morgunblaðið sé í eigu stórútgerðarinnar sem eru á móti auknum strandveiðum.

„Blaðamennska Morgunblaðsins þegar kemur að Flokki fólksins hún er ekki alveg heiðarleg,“ sagði Sigurjón. Nefndi hann að blaðamaðurinn sem skrifaði frétt um málið sé formaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. „Það er ágjöf á flokkinn frá þeim auðmönnum sem við erum að breyta hjá örlítið í þágu lítilla atvinnurekenda, þessir strandveiðibátar.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Í gær

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn