fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fréttir

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 11:30

Ákvörðunin var afar umdeild.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fjögur þúsund undirskriftir hafa safnast á lista þeirra sem fordæma ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi matvælaráðherra, að gefa út hvalveiðileyfi á sínum síðustu dögum í starfsstjórn.

„Við fordæmum harðlega ákvörðun fráfarandi forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar að gefa út nýtt hvalveiðileyfi á sínum síðustu dögum í tímabundinni starfsstjórn,“ segir í tilkynningu undirskriftalistans á island.is. „Okkur þykir það svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar.“

Listinn var settur á laggirnar þann 5. desember og gildir til 5. mars næstkomandi. Þegar þetta er skrifað hafa 4101 skrifað undir listann.

„Staðfest er að hvalveiðar fara gegn lögum um velferð dýra og brýnt er að hvalveiðibann verði samþykkt á Alþingi hið fyrsta,“ segir í tilkynningunni með listanum, sem Valgerður Árnadóttir talskona samtakanna Hvalavina, kom á fót. „Við hvetjum nýja ríkisstjórn til að afturkalla þessa leyfisveitingu sem fráfarandi forsætisráðherra hafði ekki umboð til að veita þar sem tímabundinni starfsstjórn er ekki ætlað að taka stórar stefnumótandi ákvarðanir.“

Ný ríkisstjórn hyggst endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu.

Hægt er að skrifa undir listann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár