fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir forsætisráðherra fara rangt með mál í viðtali sínu við The Guardian. Þar segi Kristrún Frostadóttir að stefna ríkisins í ferðaþjónustunni hafi undanfarin misseri kallað á magn umfram gæði. Það séu veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra fara með fleipur á alþjóðavettvangi.

Jóhannes skrifar á Facebook að fyrir næstum áratug hafi Samtök ferðaþjónustunnar og þáverandi ferðamálaráðuneytið gefið út vegvísi fyrir ferðaþjónustu þar sem skýrt komi fram að í íslenskri ferðaþjónustu skuli gæði og verðmætaaukning ráða ferðinni frekar en fjöldaaukning. Stjórnstöð ferðamála hafi starfað á þessum grunni á árunum 2015-2020 og sú vinna varð kjarni að sameiginlegum stefnuramma stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar sem kom út árið 2019 og var loks samþykktur á Alþingi síðasta vor. Það sé ekki sjálfgefið að atvinnulíf og stjórnvöld séu sammála með þessum hætti. Því sé leiðinlegt að Kristrún haldi öðru fram í viðtali við erlendan fjölmiðil.

Jóhannes skrifar:

„Það er undarlegt að sjá forsætisráðherra halda því fram í viðtali við Guardian í gær að stefna í ferðaþjónustu hafi undanfarin ár verið fókuseruð á magn frekar en gæði – „When it comes to tourism, Kristrún said policies have been “more focused on quantity than quality”.

Þetta er einfaldlega rangt, og forsætisráðherra er hér amk. tíu árum á eftir áætlun í þekkingu á ferðamálastefnu á Íslandi.

Allt frá því að Vegvísir í ferðaþjónustu kom út árið 2015 í farsælu samstarfi þáverandi ferðamálaráðuneytis og Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur ríkt alger einhugur hjá stjórnvöldum og atvinnugreininni um að gæði og verðmætaaukning skuli ráða ferðinni í þróun ferðaþjónustunnar en alls ekki fjöldaaukning.

Á þeim skýra grunni starfaði Stjórnstöð ferðamála árin 2015-2020 og sú hugsun er kjarninn í sameiginlegum stefnuramma stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar sem settur var fram árið 2019. Sá rammi er einnig kjarninn í núverandi ferðamálastefnu sem stjórnvöld og SAF hafa unnið að sameiginlega frá 2018 og var loks samþykkt á Alþingi síðastliðið vor.

Það er ein lykil lukka íslenskrar ferðaþjónustu að stórnvöld og fólkið í atvinnugreininni hefur borið gæfu til þess að vera 100prósent sammála um akkúrat þetta síðastliðinn áratug, og sameiginlega byggt á því alla vinnu við stefnumótun og aðgerðaáætlun í ferðamálum til framtíðar. Það eru því veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð