fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. janúar 2025 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Ásta varð fyrir hræðilegri og gjörsamlega tilefnislausri árás á laugardagskvöld. Ókunnugur maður, sem hún sá ekki framan í, rak henni bylmingshögg í andlitið.

Sjúkrabíll kom á vettvang og fór með hana á bráðamóttökuna. „Ég rotaðist og vaknaði við að sjúkrafluningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur,“ segir Svandís. Hún greinir frá málinu á Facebook og biður þá sem mögulega hafa orðið vitni að árásinni að hafa samband við lögreglun á höfuðborgarsvæðinu og koma upplýsingum þangað.

„Ég var stödd á Mónakó á Laugavegi og var á leiðinni út í sígó þegar ég fékk bara allt í einu hnefa í andlitið og rotaðist. Höggið var svo fast að framtönn í mér brotnaði í tvennt,“ segir Svanhvít í samtali við DV.

Svandís er einnig tognuð á öxl eftir árásina þar sem hún lenti á henni í fallinu og getur hún varla hreyft hægri höndina.

„Það er hægt að fara í sígó bak við hús í sundinu þarna og ég var á leiðinni þangað en um leið og gekk út fékk ég högg í andlitið. Ég sá ekki hver gerði þetta og bara rotaðist samstundis. Höndin skaust bara fyrir hornið og framan í mig. Svo man ég ekki fyrr en sjúkraflutningamennirnir komu.“

„Vinur minn er að spyrjast fyrir á Mónakó um hvort einhver hafi orðið vitni að þessu,“ segir Svandís. Hún segist ætla að kæra árásina til lögreglu strax eftir helgi og biður þá sem gætu haft upplýsingar um málið að hafa einnig samband við lögregluna.

Síminn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er 444 1000.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK