fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fréttir

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildin birti í gær umfjöllun um kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix þar sem því var haldið fram að fyrirtækið hefði blekkt íbúa Hafnarfjarðar um umfang fyrirhugaðrar starfsemi í Straumsvík og Hafnarfirði. Talað hafi verið um að dæla 3 milljónum tonna af koldíoxíði á ári en í fjárfestingakynningum talar fyrirtækið um 4,8 milljón tonn. Eins sé fyrirtækið búið að undirrita viljayfirlýsingar við fyrirtæki sem hefur verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyni.

Sjá einnig: Varpa sprengju um Carbfix -Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram

Forsvarsmenn á flótta

Blaðamennirnir Valur Grettisson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson hafa undanfarið rannsakað Carbfix og svöruðu fyrir fréttina í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Þar kom fram að við rannsókn þeirra hafi ekkert gengið að ná tali af fyrirsvarsmönnum Carbfix.

„Það er hvernig fyrirtækið hefur verið að kynna sig fyrir íbúum Hafnarfjarðar. Það er hvernig fyrirtækið hefur verið að gera viljayfirlýsingar við fyrirtæki sem að eru vafasöm með sína starfsemi og það er í raun og veru líka fjármögnunarleiðin. Við verðum að átta okkur á því að þetta er almannafé og þeir eru til dæmis undanþegnir upplýsingalögum sem gerir erfitt fyrir almenning að nálgast upplýsingar um fyrirtækið. Við erum búin að lenda í því núna að síðan í apríl hef ég reynt að ná viðtölum við forsvarsmenn bæði Orkuveitunnar, Carbfix og Reykjavíkurborgar. Það vill enginn tala. Við erum að tala um að þetta er eitt stærsta fjárfestingarverkefni í sögu Orkuveitunnar.“

Skrítin yfirlýsing

Þáttastjórnendur tilkynntu þá þeim Bjartmari og Val að Carbfix hefði sent frá sér yfirlýsingu út af frétt þeirra. Þar þvertók fyrirtækið fyrir blekkingar og tekið fram að Heimildin byggi umfjöllun sína á úreltum gögnum frá árinu 2023. Aðeins standi til að dæla niður því magni af kolefni sem þegar hafi verið kynnt fyrir Hafnfirðingum. Eins sé rangt farið með stöðu viðræðna í fjárfestingaferli, viðskiptasambönd og viljayfirlýsingar. Blaðamenn dragi ályktanir sem standist ekki skoðun. Carbfix kvaðst tilbúið að veita viðtöl og frekari upplýsingar væri eftir því leitað.

Bjartmar sagði skrítið að halda því fram að fréttin sé röng. Það standi í viðskiptaáætluninni, sem Heimildin hafi undir höndum, að fyrirtækið ætli að sækja um nýtt umhverfismat. Þar komi líka fram að fyrirtækið hafi gert viljayfirlýsingu við „langan lista af fyrirtækjum“.

Ef Carbfix ætli að þræta fyrir frétt Heimildarinnar sé fyrirtækið í raun að rífast við sjálft sig þar sem ekkert komi fram í fréttinni annað en það sem stendur í gögnum sem stafa frá Carbfix. Bjartmar tók fram að fleiri fréttir verði birtar á næstu vikum enda umfangsmikið mál og mikið af gögnum.

Valur tók fram að það sé þó áhugavert að heyra loks frá Carbfix sem taki af allan vafa um hversu miklu kolefni verði dælt niður í Hafnarfirði. Þetta sé ánægjulegt fyrir Hafnfirðinga.

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri alrangt að fyrirtækið hefði blekkt Hafnfirðinga, líkt og Heimildin haldi fram. Fréttaflutningurinn byggi á úreltri fjárfestingakynningu sem eigi ekki við miðað við hvernig verkefnið hefur þróast.

Edda sagði ekkert leyndarmál að Carbfix vill stækka sem félag en tilgangurinn sé að hafa jákvæð áhrif á loftslagið með tækni sinni. Það geti fyrirtækið gert með því að stækka starfsemi hér á landi eða erlendis þar sem aðstæður eru góðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár