fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 16:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparnaðartillögur halda áfram að birtast í samráðsgátt stjórnvalda en hægst hefur þó á innflæðinu. Tillögurnar eru að nálgast 3.000. Meðal nýjustu tillagna er að gengið verði hart fram gegn forstöðumönnum þeirra opinberu stofnana sem fara fram úr fjárheimildum.

Maður nokkur minnir í sinni tillögu á að það sé algengt að  margar stofnanir hins opinbera fara fram úr fjárheimildum fjárlaga. Hann leggur því til að starfsreglum sem lúta að ábyrgð forstöðumanna stofnana og stjórna verði breytt í þá veru að óheimilar framúrkeyrslur varði við hegningalög eins og hver annar þjófnaður.

Hann vill þó gera undantekningar fyrir tilteknar stofnanir:

„Sumar stofnanir fara fram úr fjárheimildum vegna samfélagslegrar ábyrgðar sem undir þær heyra. Til að mynda Landspítalinn, lögreglan og margar fleiri með svipaða ábyrgð. Ef stefnir í aukna fjárþörf hjá þeim, þá verði forráðamenn að senda inn formlegt erindi um auknar fjárveitingar til viðkomandi ráðuneytis og fjármlaráðuneytis. Þar verð lögum samkvæmt að bregðast við erindinu.“

Þegar kemur að því að aðrar stofnanir sem ekki beri sömu ábyrgð á lífi og limum borgaranna fari fram úr fjárheimildum vill maðurinn ganga harðar fram gegn forstöðumönnum þeirra. Hann vill að þeir byrji á því að óska eftir frekari fjárfamlögum sjái þeir fram á að ráðstöfunarfé stofnunarinnar verði uppurið, sé svarið nei þurfi að grípa til róttækra aðgerða:

„Ef erindi er svarað neikvætt, þá liggur ljóst fyrir að stjórnendum og stjórn er valkvætt að segja upp störfum eða þá að hætta/minnka umsvif stofnana til að standast fjárheimildir. Annars megi búast við að umræddir aðilar verði kærðir fyrir fjárdrátt/þjófnað á opinberu fé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins