fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Óhugnanlegur spádómur Joe Rogan reyndist réttur – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan sagði í þætti sínum í sumar að einn daginn myndu skógareldar loga stjórnlaust um alla Los Angeles-borg og ekki fengist við neitt ráðið.

Rogan, sem heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims, virðist hafa reynst sannspár enda loga gríðarlegir skógareldar í Los Angeles og úthverfum borgarinnar og hefur tugþúsundum íbúa verið gert að yfirgefa heimili sín – sem mörg hver hafa þegar brunnið til kaldra kola.

Sjá einnig: Þessar stjörnur misstu heimili sín í Los Angeles – Mörg þekkt nöfn á listanum

Í þætti sínum þann 19. júlí síðastliðinn barst talið hjá Rogan og Sam Morill að skógareldum í Kaliforníu , en svo vildi til að Rogan var klæddur bol merkur slökkviliðinu í Los Angeles í þættinum sem Morill sagði að væri „grjóthart“.

Rogan rifjaði svo upp samtal sem hann átti við slökkviliðsmann um stöðu mála í ríkinu með tilliti til skógarelda.

„Einn daginn verður vindáttin óhagstæð og eldur mun kvikna á slæmum stað og hann mun brenna í gegnum alla Los Angeles, alla leið til sjávar og það er ekki f***ing neitt sem við getum gert í því,“ sagði hann.

Rogan segist hafa spurt slökkviliðsmanninn hvort þetta gæti verið rétt og hann hafi svarað á þá leið að í gegnum tíðina hefðu borgarbúar verið mjög heppnir með vindátt.

„Ef vindáttin verður óhagstæð mun eldurinn brenna sig í gegnum borgina,“ sagði hann og nú, innan við hálfu ári síðar, virðist spádómurinn hafa ræst.

„Þessir eldar eru svo stórir að þegar þeir kvikna er erfitt að ráða við þá,“ sagði Rogan en myndbandið má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum