fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 15:30

Hrossatað hefur verið í fréttum undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnfirðingar eru hrifnir af hrossataði og ætla ekki að hætta að nota það til uppgræðslu. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær.

Hrossatað hefur verið í fréttum undanfarið. Ólga er á meðal hestamanna á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að sum sveitarfélög hafa bannað dreifingu taðs á opin svæði. Það er að nýta það til uppgræðslu.

Skila þarf taðinu til Sorpu en fyrirtækið innheimtir móttökugjald upp á 26 krónur á kílóið. Er hrossatað flokkað og skattlagt sem úrgangs-eða spilliefni.

„Vegna frétta um að hrossatað sé flokkað sem úr­gangs- eða spilli­efni á það ekki við um hrossatað komið frá hrossum í Hafnarfirði,“ segir í bókun Hafnfirðinganna. „Hafnfirðingar líta á hrossatað sem lífrænan, náttúrulegan og uppgræðandi úrgang sem hefur verið nýttur sem áburður frá örófi alda.“

Hafi Hafnarfjarðarbær og Hestamannafélagið Sörli haft góða samvinnu um nýtingu hrossataðs til uppgræðslu í landi Hafnarfjarðarbæjar um langt árabil. Engin breyting er fyrirhuguðu í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný