fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 13:00

Slysið gerðist í Hafnarfirði í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára drengur slasaðist illa á hendi og höfði eftir að hafa tekið upp flugeld sem lá á jörðinni á skólalóð í Hafnarfirði í gær, miðvikudaginn 8. janúar. Faðir hans biðlar til fólks að sýna ábyrgð og passa upp á að hættulegir hlutir séu ekki skildir eftir eins og hráviði.

Drengurinn var á gangi með tólf ára bróður sínum og vini þeirra á skólalóð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði þegar slysið varð. Fundu þeir stóran flugeld sem þeim sýndist vera ónotaðan eða ónýttan. Eldri bróðirinn tók flugeldinn upp sem sprakk í hendinni á honum.

Heppinn að halda augunum

Að sögn föðurins, Artiomas Maminas, slasaðist drengurinn á hendi, missti heyrn á öðru eyranu, fékk brunasár í andlitið og hárið sviðnaði af. Segir hann að sonur sinn sé heppinn að hafa haldið augunum. Einnig að hann hafi verið í góðri 66° Norður úlpu. „Hún brennur ekki og vegna þess vegna breiddist eldurinn ekki meira út,“ segir Artiomas.

Hvetur fólk til að sýna ábyrgð

Artiomas, hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum til að vara fólk við. Biðlar hann til fullorðins fólks að sýna ábyrgð og fjarlægja flugeldana sem liggja út um allt eftir áramótin og þrettándann. Börnin geti komist í þetta.

„Á leiðinni heim sáu þeir sprengjur sem var ekki búið að sprengja, auðvitað urðu þeir forvitnir,“ segir hann við DV.

Hvergi tunnur

Auk þess að benda fullorðnu fólki á að sýna ábyrgð þá spyr hann einnig hvers vegna sveitarfélagið geri ekki eitthvað í þessu.

„Af hverju eru hvergi tunnur fyrir flugelda? Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá? Af hverju pantar bæjarfélagið ekki bíl til að týna þetta?“ segir hann.

Aðspurður um líðan drengsins þá segir Artiomas að heyrnin sé aðeins að koma til baka. „Þetta ætlar að taka tíma. Þetta var stórt högg,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar