fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. janúar 2025 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa um helgina minnst listamannsins ástsæla, Árna Grétars Jóhannessonar – Futuregrapher –, sem lést eftir að bíll hans féll í sjóinn við Ægisgarð á gamlársdag.

Sjá einnig: Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Árni Grétar lætur ekki bara eftir sig tónlist og myndverk heldur tvo unga syni sem standa nú andspænis föðurlausri framtíð. Hafin er fjársöfnun til styrktar drengjunum og um það skrifar Sigga Eyþórsdóttir á Facebook:

Elsku vinir og fjölskylda,

Með djúpri sorg tilkynnum við að Árni, okkar elskaði, fallegi vinur og fjölskyldumeðlimur, hefur kvatt þennan heim allt of snemma. Skarðið sem hann skilur eftir sig er gífurlega stórt, og sársaukinn mikill fyrir okkur öll sem elskuðum hann.

Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi, 16 og 6 ára, sem nú standa frammi fyrir framtíð án föður síns. Til að styðja þá í þessum erfiðu aðstæðum hefur verið hrundið af stað söfnun sem mun fara beint í að tryggja að þeir fái þá umönnun og stuðning sem þeir þurfa.

Við vitum að engin upphæð getur fyllt tómið sem hefur myndast, en hver einasta gjöf, stór eða smá, getur skipt sköpum. Ef þið sjáið ykkur fært að leggja fram stuðning þá er hægt að millifæra á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0515-14-412076

Kennitala: 220781-4459

Margt smátt gerir eitt stórt.

Af öllu hjarta þökkum við fyrir ykkar stuðning, hlý orð og kærleik sem streymir til okkar á þessum erfiðu tímum

 

Við tökum undir orð Siggu og endurtökum reikningsupplýsingarnar:

Reikningsnúmer: 0515-14-412076

Kennitala: 220781-4459

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“