fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. janúar 2025 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir aðilar, meðal annars fyrirtæki, hafa misst netsamband núna í eftirmiðdaginn vegna bilunar hjá Mílu. Bilun varð í línuspjaldi Mílu í Árbæ og snertir þetta um 1000 nettengingar á heimilum og hjá fyrirtækjum á svæðinu.

Atli Stefán Yngvason, samskiptastjóri Mílu, hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Það er því miður bilun í línuspjaldi okkar í Árbæ þannig að heimili og fyrirtæki á svæðinu, eða um 1000 nettengingar, eru án netsambands sem stendur. Einhver áhrif eru á farsímaþjónustu á svæðinu en samband þó víðast hvar. Viðgerð er hafin og áætlaður viðgerðartími er 1-3 klukkustund/ir.“

Uppfært kl. 16:10:

Viðgerð er lokið og netsamband er komið á alls staðar að nýju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin