fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Börn og flugeldar komu við sögu í dagbók lögreglu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 07:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvær tilkynningar um börn sem voru að leika sér heldur óvarlega með flugelda í gærkvöldi.

Annars vegar var tilkynnt um krakka að kasta flugeldum á aðra við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Krakkarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.

Hins vegar var tilkynnt um krakka að kveikja í og setja flugelda í ruslatunnu í Mjóddinni í Breiðholti. Eldur kom upp í ruslatunnunni en hann var slökktur með slökkvitæki.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1 var svo tilkynnt um slys þar sem ungmenni hafði skorið sig. Að sögn lögreglu hafði múrsteini verið kastað í gegnum rúðu þannig að rúðubrotin skáru ungmennið sem sat inni. Málið er í rannsókn.

Lögregla hafði svo afskipti af ökumanni og farþega bifreiðar sem tilkynnt hafði verið stolin. Tveir voru í bifreiðinni sem gáfu mismunandi sögur um af hverju þeir væru í bifreiðinni sem stemmdu ekki. Þeir voru handteknir og vistaðir í klefa vegna málsins en þeir reyndust einnig vera með fíkniefni meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“