fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Georgía saumar að réttindum hinsegin fólks

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 19:30

Tbilisi höfuðborg Georgíu. Mynd: Wikimedia Commons - Vyacheslav Argenberg - CC BY 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þing Georgíu hefur samþykkt lög sem skerða verulega réttindi hinsegin fólks í landinu.

Fjölmiðlar víða um heim greina frá þessu en í umfjöllun CNN kemur fram að lögin veiti yfirvöldum leyfi til að banna gleðigöngur hinsegin fólks og einnig leyfi til að banna að regnbogafána þessa hóps verði flaggað opinberlega. Sömuleiðis geta yfirvöld með fulltingi nýju laganna ritskoðað innihald kvikmynda og bóka. Hjónabönd fólks af sama kyni verða áfram bönnuð eins og áður sem og kynleiðréttingaraðgerðir.

Flokkurinn Georgíski draumurinn myndar einn ríkisstjórn landsins og segir lögin nauðsynleg til að varðveita hefðbundin georgísk gildi. Rétttrúnaðarkirkjan er áhrifamikil í landinu og er talin eiga þátt í að þessi lagasetning varð að veruleika.

Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin samfélagsins segir lögin vera hugsuð til að auka stuðning við Georgíska drauminn fyrir þingkosningar sem framundan eru þann 26. október næstkomandi.

Lögin eru sögð einn vottur um þá þróun sem átt hefur sér stað í Georgíu að undanförnu en landið stefndi áður á aðild að Evrópusambandinu en hefur verið að færa sig nær Rússlandi.

Samtök hinsegin fólks í Georgíu segjast nauðbeygð til að hætta starfsemi sinni með samþykkt laganna.

Máttlaust neitunarvald

Forseti Georgíu Salome Zourabichvili sem gagnrýnin hefur verið á Georgíska drauminn er andsnúin frumvarpinu og segist munu beita neitundarvaldi sínu. Forsetinn í Georgíu hefur takmörkuð völd en neitunarvald gegn lögum sem samþykkt er á þinginu er eitt af þeim. Þing landsins getur þó hunsað þetta vald forsetans með því að samþykkja viðkomandi lög aftur með aðeins einföldum þingmeirihluta. Talið er fullvíst að sá meirihluti sé til staðar á þingi.

Töluverð andstaða er við réttindi samkynhneigðra í Georgíu, til að mynda hefur verið ráðist að fólki í gleðigöngum undanfarin ár.

Í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði hefur Georgíski draumurinn lagt mikla áherslu á að skerða verði réttindi hinsegin fólks.

Georgíski draumurinn fékk hreinan meirihluta á þingi í síðustu kosningum 2020 og hefur forystu í könnunum sem benda þó til að flokkurinn muni tapa fylgi og mögulega glata þingmeirihlutanum.

Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks segir einu leiðina til að stöðva þessa aðför að réttindum þessa hóps að kjósendur kjósi ekki Georgíska drauminn en segja þó að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki stutt sérstaklega vel við bakið á hinsegin fólki.

Staða hinsegin fólks í Georgíu er því afar slæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill