fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Gagnrýnir ræðu biskups á þingsetningunni – Hafi lagt út af „fordómafyllstu falsfrétt sögunnar“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 12. september 2024 13:30

Er sagan um gullkálfinn falsfrétt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, gagnrýnir Guðrúnu Karls Helgudóttur, nýjan biskup, og Elínborgu Sturludóttur, dómkirkjuprest, fyrir að hafa lagt út af sögunni um dansinn í kringum gullkálfinn í þingsetningarathöfninni í gær. Það sé fordómafyllsta falsfrétt sögunnar.

„Það voru því vonbrigði að heyra þær stöllur leggja út af einni útbreiddustu og .. að mínum dómi .. fordómafyllstu falsfrétt sögunnar í prédikunum sínum, þ.e. Séra Elínborg las texta dagsins (eða síðasta sunnudags) og Guðrún biskup prédikaði. Sögunni af dansinum í kringum gullkálfinn,“ segir Valgerður í færslu á samfélagsmiðlum. „Sú saga hefur ranglega orðið vinsæl sem táknsaga um græðgi og innantóma trú, á svipaðan hátt og sagan af gyðjunni Gullveigu, en það er svo önnur saga. Það eru vonbrigði að konur í þessari stöðu, sem fjalla um bergmálshella og inngildingu, leggi þar til grundvallar sögu sem byggir á fordómum, hatri og vanþekkingu á trú annarra. Þ.e. sögu ættaðri úr bergmálshelli.“

Í ræðu sinni sagði Guðrún: „Sagan af gullkálfinum og dansinum í kringum hann er saga af fólki sem villist af leið skamma stund. Það beinir bænum sínum að veraldlegum auðæfum. Það leggur traust sitt á það sem ekkert gefur af sér nema birtu í augu og góða veislu eina kvöldstund.“

Skrifað af hatursfullum fræðimönnum

Valgerður bendir á að sagan af gullkálfinum sé fyrir löngu orðin grundvallarfrásögn í kristinni menningu, byggð á grundvallarsögum Gyðinga. Er hún skráð af þeim sem fordæmdu trú og hefðir nágranna sinna, Egypta og allra annarra en Gyðinga. Hjá þeim fræðimönnum sem rituðu þetta niður hafi ríkt hatur í garð trúar þeirra þjóða sem voru allt í kringum þá. Valgerður segir þó að það sé óþarfi að áfellast þessa fræðimenn, þeir hafi verið börn síns tíma og sjálfir verið í ánauð.

Hjá þeim þjóðum sem byggðu landið helga hafi margar tilbeðið gyðjuna miklu en fræðimennirnir hötuðu hana, syni hennar, eiginmenn og boðuðu það að drottinn myndi refsa þeim sem dýrkuðu þessi goð.

„Í örstuttu máli er innihald sögunnar um Gullkálfinn (sem er auðvitað ekki sagnfræði, heldur trúarboðskapur) það að Móses leiðir „fólk sitt“, þ.e. fólk af gyðinglegum uppruna á brott frá Egyptalandi, þar sem þau höfðu dvalið í meira en fjórar aldir og eðlilega tileinkað sér trú og siði þess lands. Í óöryggi sínu á flóttanum þrá þau að finna fyrir þeim goðum sem þau höfðu lært að treysta á, og Aron, bróðir Móses, skilur þessa þörf,“ segir Valgerður. „Hann hvetur þau til að byggja saman líkneski af kálfinum Apis, hins góða og réttláta guðs, með því að láta af hendi það gull sem þau báru á sér og sameina það í styttu af kálfinum. Og þau gera það. En Móses hefur aðrar hugmyndir. Hann fyrirlítur goð Egypta og leitar að Orði Drottins, Orðinu sem Gyðingar og kristnir byggja sína trú á. „Orðið var guð“. Hann gengur á fjall og finnur steintöflur sem á eru rituð orð um boð og bönn, Boðorðin tíu .. um allt það sem við megum ekki gera. Og þar birtist fyrst boðorðið um að okkur/þeim er bannað að trúa á annan guð en guð Gyðinga.“

Ekki tákn gullgræðgi

Valgerður segir að gullkálfurinn hafi ekki verið tákn gullgræðgi eða yfirborðsmennsku heldur tákn þess bjartasta og dýrmætasta sem í veröldinni byggi, heilagur málmur. Kálfurinn tákn Ósísis, sem innleiddi friðarmenningu og akuryrkju í Egyptalandi ásamt Ísis. Ósísis hafi einnig verið helsta fyrirmynd sögunnar um Krist.

„Biskupinn okkar lýsti hins vegar gullkálfinum sem tákni „styrks, hörku og árásargirni“ og sagði orðrétt: „hann gat ráðist á ógnina. Það var ekkert mjúkt eða kærleiksríkt við kálfinn, en hann var bæði sterkur, glóandi og áþreifanlegur“. Svo rifjar hún upp að þau hafi dansað í kringum hann og fært honum fórnir og fullyrðir að þetta sé saga af fólki sem „villist af leið skamma stund“,“ segir Valgerður. „Það er beinlínis rangt. Þetta er saga af fólki sem trúði á sín mikilvægu goð, sín grunngildi og hefðir, og voru ekki tilbúin að hafna þeim á ögurstundu.“

Valgerður spyr hvort að fólk sem tengi goð sín við náttúruna og dansar og gleðst í trúariðkun sinni villutrúarfólk? Og það fólk sem syngur og dansar í gullskreyttum kirkjum?

„Orð biskups byggja .. því miður og án efa óafvitandi .. á trúarboðskap hins refsandi guðs, sem í raun á ekkert skylt við þá kristni sem ég veit að bæði biskupinn og dómkirkjupresturinn vilja boða,“ segir Valgerður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega