fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. september 2024 11:45

Hjónin gömlu áttu eignir upp á nætum 1,6 milljarð króna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánarbú konu gerði kröfu á hendur fjórum börnum hennar upp á samanlagt hundruð milljónir króna sem þau höfðu fengið í fyrirfram greiddan arf. Barnabörn látins sonar hennar höfðu ekki fengið slíkt hið sama.

Konan lést árið 2020 eftir að hafa setið í óskiptu búi eftir eiginmann sinn sem lést árið 2017. Þau áttu sex börn en tvö þeirra eru látin og annað þeirra átti enga erfingja. Tvö barnabörn áttu þau hins vegar í gegnum hitt, og gerðu þau kröfur í búið.

Búið var tekið til opinberra skipta í apríl árið 2021 og komu þá upp deilur um skiptingu arfsins, það er á milli barnabarnanna annars vegar og barnanna fjögurra hins vegar. Var það vegna fyrirfram greidds arfs upp á einn milljarð króna á árunum 2016 til 2019. Höfðu systkinin fjögur fengið 250 milljónir hvert  á þessu tímabili. Dánarbúið sjálft var næstum tómt.

Málinu var vísað til héraðsdóms sem vísaði því hins vegar frá vegna þess að kröfur höfðu farið út fyrir ágreiningsefnið. Aftur var málinu vísað til héraðsdóms árið 2023 og með úrskurði í nóvember það ár var fallist á að börnin greiddu dánarbúinu í kringum 60 milljónir hvert til þess að rétta hlut barnabarnanna við útgreiðslu arfsins. Því var vísað til Landsréttar sem vísaði málinu frá héraðsdómi í desember sama ár.

Í febrúar á þessu ári heimilaði skiptastjóri barnabörnunum að höfða mál í eigin nafni til hagsbóta dánarbúsins. Í maí tók dánarbúið sjálft við aðild í málinu.

Fjögur fengu 365 milljónir

Hjónin gömlu, sem áttu um 1,6 milljarð, höfðu tekið fram í erfðaskrám sínum að langlífari einstaklingurinn mætti ekki ráðstafa eignum búsins með dánargjörningum á kostnað annarra niðja. Á meðan þau voru bæði á lífi höfðu börnin þegar fengið hundruð milljóna króna í fyrirframgreiddan arf. Tvö af börnum þeirra höfðu fengið ótakmarkað umboð til að sjá um fjármál hjónanna árið 2015.

Fengu systkinin fjögur um 365 milljónir króna hvert í heildina en í hluta föður barnabarnanna tveggja kom aðeins rúmlega 112 milljónir. Töldu þau því að systkinin fjögur hefðu fengið ofgreitt úr búinu. Hallinn hafi verið tæplega 202 milljónir króna.

Sögðu þau að í fyrsta skipti sem erfingjum hafi verið mismunað með greiðslu, í nóvember árið 2016, hafi vitrænni getu föðurins farið mjög hrakandi og hvorki hann né móðirin hafi verið heil heilsu andlega. Ekkert hafi bent til þess að vilji þeirra stæði til að mismuna erfingjum sínum.

Hafi viljað úthluta þeim meira fé

Systkinin fjögur töldu að skilyrði endurgreiðslu hafi ekki verið til staðar í málinu samkvæmt þeim tveimur lagaheimildum sem eru til staðar. Skýrt sé tekið fram að gjörningarnir hafi verið fyrirframgreiddur arfur en ekki gjafir og að foreldrunum hafi verið heimilt að ráðstafa eignum sínum eins og þau vildu.

Þau hafi í sameiningu úthlutað arfi til systkinanna fjögurra í nóvember árið 2016 en ekki til barnabarnanna. Sá gerningur staðreyni að hugur þeirra hafi staðið til að úthluta systkinunum meira fé.

Ekki endurgreiðsluskylda

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 10. júlí segir að vissulega hafi systkinin fjögur fengið mun meiri verðmæti en börn hins látna bróður þeirra. Endurgreiðsluskylda sé hins vegar ekki til staðar samkvæmt lögum. Hrakandi heilsufar hafi ekki verið sönnun fyrir því að gjörningarnir hafi verið gerðir gegn vilja foreldranna.

Var kröfum dánarbúsins því hafnað. Þessi úrskurður var staðfestur í Landsrétti þann 4. september, en að auki var búinu gert að greiða systkinunum fjórum 150 þúsund krónur hverju í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Í gær

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi
Fréttir
Í gær

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“
Fréttir
Í gær

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband