fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Hryllingur í safaríferð – Fílahjörð traðkaði ferðamann til bana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 20:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskur ferðamaður á fimmtugsaldri lét lífið með hræðilegum hætti í safaríferð í Suður-Afríku um helgina. Maðurinn, sem var 43 ára gamall, steig út úr bifreið leiðsögumanns síns til að ná betri myndum af fílahjörð í Pilanesberg-þjóðgarðinum vinsæla. Alls voru fjórir ferðamenn um borð í bílnum, þar á meðal unnusta spænska ferðamannsins, en hann á að hafa látið varnaðarorð sem vind um eyru þjóta.

Ekki vildi betur til en svo að þrír kálfar voru í hjörðinni og réðust þrír fílar, þar á meðal móðir eins kálfsins, til atlögu við ferðamanninn sem þeim virtist stafa ógn af.

Í umfjöllun Daily Mail um harmleikinn kemur fram að spænski ferðamaðurinn hafi hlaupið öskrandi af hræðslu aftur að bifreiðinni en ekki náð tilbaka í tæka tíð. Atburðarásin hafi aðeins tekið um 30 sekúndur og hafi maðurinn látist nær samstundis. Hinir ferðamennirnir og leiðsögumenn hafi horft hjálparvana á ósköpin.

Slys sem þessi eru blessunarlega fremur sjaldgæf í safaríferðum þó þau gerist af og til. Í mars síðastliðinum lést til að mynda ferðamaður á áttræðisaldri í safaríferð í Sambíu. Þá réðst fíll á bifreið sem hann var farþegi í og velti henni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“