fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. júlí 2024 13:30

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson er þekktur hér á landi og raunar víðar um heim fyrir ötulla baráttu sína fyrir því að koma reiðhjólum og öðrum verðmætum sem stolið hefur verið aftur í hendur réttmætra eigenda. Vegna þessa hefur hann hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn. Eins og Bjartmar hefur margsinnis bent á hafa þau þjófnaðarmál sem hann hefur haft afskipti af ekki síst tengst fólki með alvarlegan fíknivanda. Bjartmar hefur kynnst mörgu af þessu fólki þegar hann hefur endurheimt verðmæti sem það hefur stolið og talað fyrir nauðsyn þess að bæta meðferðarúrræði fyrir þennan hóp stórlega. Það sé það eina sem dugi til að draga úr þessum þjófnuðum. Í Facebook-færslu fyrr í dag lýsti Bjartmar ánægju með að merki séu á lofti um að eitthvað sé að rofa til í þessum efnum.

Í færslunni deilir Bjartmar facebook-færslu meðferðarheimilisins í Krýsuvík en þar er deilt frétt Vísis en þar er rætt við Elías Guðmundsson framkvæmdastjóra Krýsuvíkursamtakanna. Elías greinir þar meðal annars frá því að meðferðarrýmum hafi verið fjölgað, í kjölfar nýs samings við stjórnvöld, sem geri það mögulegt að stytta biðlista. Einnig segir Elías að meðferðin í Krýsuvík verði framvegis kynjaskipt og sérstök kvennadeild hafi verið útbúin á heimilinu.

Bjartmar lýsir yfir ánægju sinni með þessar breytingar í Krýsuvík í færslu í Facebook-hópnum Hjóladót o.fl.-Tapað, fundið, eða stolið:

„Allir þessir þjófnaðir eru eins og ég hef áður sagt nátengdir fólki með fíknivanda, sem hefur leiðst inn á þessa braut. Við getum endalaust verið að eltast við þýfi, en það mun í raun ekkert breytast af alvöru fyrr en meðferðarmál verða færð í gott lag. Það mun hafa bein áhrif á það sem við gerum hér á þessari síðu. Í fréttinni … má klárlega sjá að það er farið að rofa til í þeim málum loksins. Frábært, meira svona takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“