fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. júlí 2024 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meðfylgjandi mynd er tekin EFTIR að búið var að skola af bílnum,“ segir eigandi bíls sem sjá má á samsettri mynd sem fylgir þessari frétt. Segir hann bílinn hafa verið þakinn hvítu ryki í morgun sem erfitt sé að ná af. Og ekki hafi sést út um rúðurnar.

Myndin var birt í Facebook-hópi Laugarneshverfis í morgun. Fleiri bílaeigendur í nágrenninu vitna um það sama. „Bílinn er allur þakinn,“ segir ein kona.

Bílaeigendurnir reka þessa plágu til niðurrifs á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi. Líklega er um steypuryk að ræða.

Fyrirtækið sem sér um niðurrif hússins heitir A.B.L. Tak. Eigandi er Andrés Lyngberg Sigurðsson. Hann neitar því ekki að rykið komi frá þeim vettvangi en telur ekki að um vandamál sé að ræða. „Það getur vel verið að þetta komi frá okkur en það á að vera einfalt að þrífa það. Bílarnir okkar eru í ryki líka en við þvoum þá bara á næstu stöð. Ef menn geyma það í viku, tíu daga þá er það verra. þetta er ekkert mál,“ segir Andrés í samtali við DV.

„Síðan eru menn að leggja þarna aftur og aftur, þó að þeir viti af þessu,“ segir Andrés enn fremur.

Rétt er að halda því til haga að netverjar sem vísað er til hér að ofan sáu bílana svona í morgun og drógu ekki að skola af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi