fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegi, sem á dögunum var vísað út úr flugvél Play á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands, er ósáttur við flugfélagið og ekki síður við að hafa verið kallaður flugdólgur í frétt DV um málið.

Þetta kemur fram í grein á Fréttin.is þar sem nafnlaust viðtal birtist við umræddan mann.

Atvikið átti sér stað þann 16. júlí síðastliðinn og fjallaði frétt DV, sem bar yfirskriftina „Flugdólgur með barn olli usla í vél Play“. Í henni kom fram að seinkunn hefði orðið á heimför flugvélarinnar vegna uppákomunnar en manninum hafi verið vísað úr flugvélinni eftir ógnandi hegðun í garð flugþjóna. Þá hafi flugstjóri flugvélarinnar veitt öðrum farþegum flugvélarinnar þær upplýsingar að ekki væri hættandi á að fara með slíkan farþega í þriggja klukkustunda flug því ekki væri hægt að vita upp á hverju ætti að taka.

Í áðurnefndu viðtali Fréttarinnar segist fjölskyldufaðirinn hins vegar aðra sögu. Uppákoman hafi orðið vegna þess að hann hafi keypt flugsæti fyrir sex einstaklinga í vélina en að endingu hafi aðeins fjórir fjölskyldumeðlimir komist í flugið. Maðurinn hafi talið að hann ætti hins vegar rétt á að nýta sætin tvö sem borgað hafði verið fyrir en þar sem um svokallað „no show“ hafi verið að ræða þá hafi Play selt öðrum farþegum sætin.

Hafi fjölskyldufaðirinn rökrætt þetta við starfsfólk Play en hann hafi orðið furðulostinn þegar honum var tilkynnt að vísa ætti honum út úr flugvélinni. Að endingu fór það svo að fjölskylduföðurnum var hent út úr vélinni og ákvað fjölskylda hans, þar af ung dóttir hans, að yfirgefa flugvélina sömuleiðis.

Segir í áðurnefndri grein Fréttarinnar að fjölskyldan íhugi nú næstu skref og hafi ráðfært sig við lögfræðing. Play hafi aðeins boðið þeim bætur fyrir hluta flugmiðanna og þá hafi fjölskyldufaðirinn orðið fyrir opinberri niðurlægingu með því að vera uppnefndur „flugdólgur“ í áðurnefndri frétt DV þar sem „hrein og bein lygi“ hafi verið borinn á borð .

Viðbrögð ritstjórnar: Frétt DV um málið byggðist á frásögn annars farþega sem upplifði óþægindi vegna framkomu fjölskylduföðursins. Samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók þýðir orðið flugdólgur: „farþegi sem er til vandræða í flugvél vegna slæmrar hegðunar“. Telur ritstjórn það orð lýsa ágætlega, byggt á áðurnefndum heimildum, því sem hermt er að hafi átt sér stað í vél Play þennan dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Í gær

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“