fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 16:30

Dawid (til vinstri) og Ignacy (til hægri) skömmu áður en hinn síðarnefndi lést. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

22 ára gamall pólskur maður lést á göngu á Skálafellsjökli í byrjun mánaðar. Hann hét Ignacy Stachura og var búsettur á Íslandi. Fjölskylda hans safnar nú fyrir flutningi líksins heim til Póllands.

Þann 5. júlí var greint frá því að leitað væri að göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli. Þyrla var send af stað sem og sleðaflokkur frá Björgunarfélaginu til að leita að manninum sem talinn var einn á ferð en gönguleiðin var afar krefjandi. Degi seinna var greint frá því að göngumaðurinn hefði fundist látinn fyrir botni Birnudals.

Nú er greint frá því í pólskum miðlum að maðurinn hafi verið Ignacy. En það var fjallgöngubloggari að nafni Dawid Siodmiak, félagi Ignacy, einnig búsettur hér, sem sagði sögu hans á Instagram.

Segir hann að Ignacy hafi búið og starfað á Íslandi og þegar hann átti frí fór hann alltaf að ganga á fjöll. Hann hafði þegar náð mörgum áföngum í göngum síðan, sem hann fór stundum með Dawid. Meðal annars að ganga á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.

Æfði hverja lausa stund

Ein af síðustu skilaboðunum sem Ignacy sendi heim var ljósmynd af honum á jöklinum með skilaboðunum: „Mamma, ég er á lífi.“

„Við uppfylltum draum okkar um að ganga á hæsta tind Íslands! Eftir það fórum við heim til að vinna. Hvern dag fyrir vinnu fór Ignacy að æfa sig, fór upp í fjöllin og til baka. Á einum frídegi valdi hann að fara meira krefjandi leið, en sneri ekki aftur til okkar… Ég trúi því að við munum hittast á ný á toppi fjallsins!,“ segir Dawid í færslu.

Dawid og Ignacy höfðu aðeins kynnst mánuði áður. En Ignacy starfaði hjá ferðaþjónustufyrirtæki við jöklaferðir.

„Það er sennilega ekki til fallegri staður fyrir áhugamann um fjallgöngur en þessi. Hann kom á bæinn okkar, æfði sig, vann og undirbjó sig undir að uppfylla drauma sína á hverjum degi,“ sagði Dawid.

Safnað fyrir flutningi og jarðarför

Samkvæmt pólska miðlinum TVP Bydgoszcz safnar móðir Ignacy, Agnieszka, nú fyrir flutningi hans heim og jarðarför. En hún starfar sem tónlistarkennari í borginni Torun, í vesturhluta landsins.

„Agnieszka missti son sinn Ignacy í hræðilegu slysi á íslandi. Hún þarf fjárhagslegan stuðning til að flytja lík hans heim til Póllands og skipuleggja jarðarför,“ sagði Justina Sawicka stofnandi fjáröflunarinnar á hópfjármögnunarvefsíðunni Pomagam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óumflýjanleg hækkun eftirlaunaaldurs – „Við vinnum og vinnum og vinnum“

Óumflýjanleg hækkun eftirlaunaaldurs – „Við vinnum og vinnum og vinnum“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Maður sem hafði samband við lögreglu og átti þátt í að leysa málið var sakfelldur

Gufunesmálið: Maður sem hafði samband við lögreglu og átti þátt í að leysa málið var sakfelldur
Fréttir
Í gær

Fangi kvartar undan álagi við umönnun samfanga með Alzheimer – „Ef það eru vitleysingar að sinna þeim þá ræna þeir bara af þeim“

Fangi kvartar undan álagi við umönnun samfanga með Alzheimer – „Ef það eru vitleysingar að sinna þeim þá ræna þeir bara af þeim“
Fréttir
Í gær

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“
Fréttir
Í gær

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkasta tíundin eigi nú rúmlega helming alls auðs á Íslandi – stórgræddu á aðgerðum síðustu ríkisstjórnar

Ríkasta tíundin eigi nú rúmlega helming alls auðs á Íslandi – stórgræddu á aðgerðum síðustu ríkisstjórnar