fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 12:31

Engey Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem fór í sjóinn aðfaranótt sunnudags fannst á lífi, um einum og hálfum sólarhring síðar. Nútíminn greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun RÚV kemur fram að viðbragðsaðilar líki fundi konunnar við kraftaverk.

Tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn úti á Granda. Umfangsmikil leit að konunni var sett af stað og tóku á áttunda tug björgunarfólks þátt auk lögreglu. Leitað var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og með hitadrónum.

Á ótrúlegan hátt fannst konan svo á lífi úti í Engey en þangað höfðu hafstraumar borið hana. Hún lagðist til hvílu, köld og hrakin og er hún vaknaði ákvað hún að fara aftur út í sjó og reyna að synda í land. Blessunarlega komu skipverjar á smábát auga á hana og björguðu henni úr sjónum.

Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um málið og þykir það afar viðkvæmt. Ekki er vitað um líðan konunnar að svo stöddu, annað en að hún er á lífi, sem er kraftaverki líkast, eins og áður segir.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp