fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2024 16:30

Pétur Jökull.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli gegn Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 12. ágúst næstkomandi.

Pétur er talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaín-málinu en dómur féll í því yfir fjórum sakborningum í fyrra. Í ákæru gegn Pétri Jökli segir að hann hafi ásamt fjórum öðrum mönnum, „staðið að innflutningi á 99,25 kg (með 81% – 90% styrkleika) af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi með númerinu […], en efnin voru haldlögð af hollenskum yfirvöldum þann 30. júní 2022 og var gerviefnum komið fyrir í trjádrumbunum. Gámurinn kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí 2022 og var afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst 2022 og fluttur þaðan að […] í Reykjavík. Þann 4. ágúst 2022 voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og fluttir að […] í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr trjádrumbunum. Þar var þeim pakkað og hluti þeirra fluttur áleiðis í bifreiðinni HM-X65, til ótilgreinds aðila hér á landi, til að hægt yrði að koma efnunum í sölu og dreifingu, en lögregla lagði hald á hluta af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við […] í […].“

Málinu vísað frá

Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júní. Grundvöllur frávísunarinnar var óskýr tilgreining á ætlaðri hlutdeild Péturs í brotinu. Ef þessi ákvörðun hefði haldið fyrir efra dómstigi væri Pétur Jökull núna laus allra mála en Landsréttur felldi þennan úrskurð úr gildi og gerði héraðsdómi að rétta í málinu.

Í ákæru er ekki verknaðarlýsing á þátttöku Péturs í málinu og kemur ekki fram hvað hann á að hafa nákvæmlega gert annað en að taka þátt í smyglinu með einhverjum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt