fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. júlí 2024 14:30

Taska eða hlíf?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur ferðataska með mynd af Loga Bergmanni Eiðssyni hefur dúkkað upp. Netverjar furða sig á þessari nýju tísku.

DV greindi frá því í á miðvikudag að Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefði séð tvo ferðamenn í leigubílaröðinni á Reykjavíkurflugvelli með bleika ferðatösku með andliti Loga Bergmanns Eiðssonar á.

Ferðamennirnir virtust vera af asískum uppruna. „Ætli Spurningabomban sé vinsæl í Asíu?“ spurði Jóhannes í færslu á samfélagsmiðlum og vísar í spurningaþátt Loga á Stöð 2.

Hlíf eða taska

Nú hefur önnur slík taska dúkkað upp í Reykjavík. Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson birti mynd og færslu af tösku sem hann sá í miðbænum, sem kona heldur á.

„Hvað er í gangi? Hvar fær maður svona Loga tösku?“ spyr Ívar.

Svörin létu ekki á sér standa. Meðal annars bendir tónlistarmaðurinn norðlenski Rögnvaldur Bragi á að þetta sé frekar hlíf utan um tösku en taska. „Ómissandi á hverju heimili eftir sem áður,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“