fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Friðrik segir hingað og ekki lengra – „Af hverju er verið að setja fólk í þessa stöðu?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er sann­færður um að þessi fyr­ir­hugaða stækk­un muni ekki hafa nein áhrif á bíla­notk­un, það er bara verið að grípa inn í líf borg­ara með óþarfa óþæg­ind­um.“

Þetta segir Friðrik R. Jónsson, frumkvöðull og íbúi í miðborg Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í dag um fyrirhugaða útvíkkun á gjaldsvæðum bílastæða.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að gjaldskylda á bílastæðum verði tekin upp við fleiri götur í borginni en þar er einkum um að ræða götur á svæðinu við Háskóla Íslands og við Hallgrímskirkju.

Friðrik segir við Morgunblaðið að hann sé sáttur við þá stefnu borgarinnar að fækka bílum í miðborginni en nú sé samt nóg komið.

„Ég er þannig séð sátt­ur við and­bíla­stefnu borg­ar­inn­ar. Mér finnst borg­in flott­ari og betri vegna þess. En, og þetta er stórt en, mér finnst þeir núna bara vera að ganga alltof hart að sak­laus­um íbú­um í út­hverf­un­um. Þótt þessi svæði séu ekki form­lega út­hverfi, þá eru þau það samt,“ segir hann.

Friðrik segist reikna með að íbúum á þeim svæðum fá fá aukna gjaldskyldu hljóti að finnast þetta íþyngjandi.

„Ég von­ast til þess að þeir snar­minnki tím­ann sem þarf að borga í stöðumæl­ana. Og alls ekki gjald­skylda um helg­ar, fólk er að kíkja í heim­sókn­ir til ætt­ingja eða vina sem búa þar. Af hverju er verið að setja fólk í þessa stöðu? Mér finnst það bara fá­rán­legt.“

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu