fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, um ýmsar breytingar á lögum um meðferð dómsmála, sem miða að því að skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli.

Í frétt á vef Justikal segir að stóra breytingin fyrir notendur Justikal er sú að frá og með 1. júlí næstkomandi geta notendur þeirra stofnað mál og sent öll gögn stafrænt án þess að þurfa að skila pappírseintaki líka, sem hefur verið ákveðinn tvíverknaður þar til nú. Fyrir breytingarnar á lögum um meðferð einkamála var heimilt að senda gögn til dómstóla með stafrænum hætti svo lengi sem pappírseintakið fylgdi í kjölfarið.

Í samtali við DV segir Sölvi Rúnar Pétursson framkvæmdastjóri markaðssviðs Justikal að um sé að ræða miklar breytingar á réttarfarslöggjöfinni sem skila muni sér í gríðarlegum samfélagslegum ábata.

Justikal rafrænt innsiglar öll skjöl sem send eru til dómstóla. Innsiglin innihalda fullgildan tímastimpil sem staðfestir tíma sendingar. Að auki sannreynir lausnin öll rafrænt undirrituð og innsigluð skjöl með eIDAS-vottaðri staðfestingarþjónustu, sem er mikilvægt til sannreyna gildi rafrænna undirskrifta og rafrænna innsigla í samræmi við lög nr. 55/2019. Niðurstöðurnar hafa tryggð réttaráhrif fyrir dómstólum.

Lögum um gjaldþrotaskipti var jafnframt breytt, og frá og með 1. júlí er heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með stafrænum hætti.

Segir í frétt Justikal að umræddar breytingar geri notendum kleift að vinna hraðar, vera umhverfisvænni og bjóða viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins um málið kemur meðal annars fram að markmið lagabreytinganna sé að gera réttarvörslukerfið einfaldara, notendavænna og að málsmeðferð verði greiðari, án þess að gæðum og réttaröryggi verði fórnað. Jafnframt er talað um að breytingarnar hafi jákvæð umhverfisáhrif, svo sem með því að skapa forsendur fyrir að draga úr ferðalögum og notkun pappírs.

Segir Sölvi Rúnar að þetta rými ákaflega vel við yfirlýst markmið og gildi Justikal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

„Ég dó næstum því 500 sinnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku
Fréttir
Í gær

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu