fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Málinu gegn Pétri Jökli vísað frá dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 10:55

Pétur Jökull.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður var fyrir hlutdeild í stóru kókaínsmygli, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Grundvöllur frávísunarinnar er óskýr tilgreining á ætlaðri hlutdeild Péturs í brotinu. Þetta staðfestir verjandi Péturs, Snorri Sturluson, í stuttu samtali við DV.

Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda vegna gruns um að hann hefði tekið þátt í stórur kókaínmáli sem dæmd var í á síðasta ári.. Fjórir menn voru sakfelldir í málinu og hlutu þunga dóma. Þyngsta dóm­inn hlaut Páll Jóns­son timb­ur­sali, níu ára fangelsi. Hann stóð að baki timb­ur­send­ing­unni frá Bras­il­íu sem haldlögð var í Hollandi og kókaíninu skipt út fyrir gerviefni. Magn efnanna var rétt tæplega 100 kg. Hinir sakborningarnir þrír fengu fimm til sex og hálfs árs fangelsi.

Fljótlega eftir að Pétur Jökull var eftirlýstur í vetur var álitið að hann væri viðriðinn stóra kókaínmálið og var það staðfest fljótlega eftir komu hans hingað til landsins 28. febrúar. Hann skilaði sér sjálfur til landsins en var handtekinn við komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Gæsluvarðhaldið hefur verið framlengt nokkrum sinnum og tókst að gefa út ákæru rétt áður en hann hafði setið 12 vikur í gæsluvarðhaldi samfleytt en ekki má halda sakborningi lengur í gæsluvarðhaldi en þann tíma án þess að gefa út ákæru.

Ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrot

Pétur Jökull er ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots með því að hafa ásamt hinum sakborningunum fjórum staðið að innflutningi á 99,25 kg af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Athygli vekur að hann er ekki ákærður fyrir peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi eins og hinir sakborningarnir fjórir.

Í ákæru er ekki verknaðarlýsing á þátttöku Péturs í málinu og kemur ekki fram hvað hann á að hafa nákvæmlega gert annað en að taka þátt í smyglinu. Pétur Jökull er ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots með því að hafa ásamt hinum sakborningunum fjórum staðið að innflutningi á 99,25 kg af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi.

Frávísunin verður kærð til Landsréttar sem kveður upp sinn úrskurð á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði