fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2024 19:00

Frá Akureyri. Mynd: Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri og fulltrúi í minnihluta, segir aldraða eiga betra skilið en að þurfa að bíða á meðan bæði ríkið og Akureyrarbær reyna að víkja sér undan því að kosta til endurbætur við hjúkrunarheimilið Hlíð.

Hilda vekur athygli á því í pistli sem hún birtir hjáVísi að í vetur hafi 20 rýmum verið lokað á Hlíð út af endurbótum. Nú stefni í frekari lokanir, jafnvel 10 rými til viðbótar, og útlit er fyrir margra mánaða tafir á framkvæmdum.

Þessar tafir megi rekja til þess að ríkið og Akureyri hafa ekki náð að semja um kostnaðarskiptingu. Þar sem þessi staða er komin upp hefur Akureyarbær undanfarið neitað að borga reikninga vegna framkvæmdanna, en þá ákvörðun hafi meirihlutinn tekið einn og án vitneskju minnihlutans.

Nýtt hjúkrunarheimili átti að rísa á Akureyri og hefja starfsemi á síðasta ári samkvæmt samningum heilbrigðisráðuneytis og Akureyrar frá árinu 2020. Ekkert hefur orðið af því og bendir bærinn bara á ríkið þegar þessi málefni koma til umræðu, en segir sjálfur að ekki standi á Akureyrarbæ.

„Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir.“

Hilda segist ekki vita á hvaða vegferð meirihluti Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista er komiinn. Oddviti Sjálfstæðisflokks hafnaði tillögu Hildu um að taka málið fyrir á fundi bæjarráðs í morgun.

„Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu.“

Engu að síður hafi engin umræða farið fram í bæjarstjórn. Hildu þykir ljóst að Akureyrarbær ætti að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að endurbæturnar gangi hratt og örugglega fyrir sig. Því á bak við þessar þrætur og skriffinnsku eru aldraðir einstaklinga sem bíða eftir hjúkrunarrými.

„Á meðan allir sem að málinu koma benda á hvern annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þá voru 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“