fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 11:30

Meðlimir Norðurvígis á Lækjartorgi. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin hafa haft starfsemi hér á Íslandi, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Norðurvígi (Nordic Resistance Movement) eru samtök sem stofnuð voru í Svíþjóð en hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Íslandsdeildin var stofnuð árið 2016 en samtökin eru sterkust í Svíþjóð.

Samtökin hafa komist í fréttir hér á landi þegar þau hafa reynt að breiða út sinn boðskap um útlendinga og kynþáttahatur. Meðal annars hefur bleðlum verið dreift í hús og plaggöt hengd á veggi. Mest áberandi voru samtökin þegar nokkrir meðlimir komu hingað til lands og tóku sér stöðu á Lækjartorgi.

Á Norðurlöndunum hafa liðsmenn Norðurvígis oft komist í fréttir vegna ofbeldis. Árið 2019 voru samtökin bönnuð í Finnlandi. En þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Sjá einnig:

Nýnasistar láta að sér kveða á Norðurlandi

Í gær, föstudag, voru samtökin opinberlega skilgreind sem hryðjuverkasamtök af bandaríska innanríkisráðuneytinu. Einnig nokkrir af helstu leiðtogunum, það er Tor Fredrik Vejdeland, Par Oberg og Leif Robert Eklund. Borið hefur á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum.

„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Er þetta hluti af stefnu Biden stjórnarinnar í að takast á við öfgahópa af meiri hörku en áður.

 

Mynd: Eyþór Árnason

 

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi