fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Segir að við eigum að líta á farsíma eins og sígarettur

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 21:30

Atli Fannar Bjarkason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dýrka að skólar séu að banna símanotkun. Finnst að allir grunnskólar ættu að drífa í þessu,“

segir Atli Fannar Bjarkason verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV í færslu á Facebook.

Atli Fannar er á því að í kjölfarið ættum við að „líta á þessi tól eins og sígarettur þegar við föttuðum að þær eru skaðlegar; Fræðum, heftum aðgengi, bönnum innan 16 og hættum að hanga í símum í kringum börn.

Ef símarnir myndu valda krabbameini eins og sígaretturnar væri ekkert vesen að grípa til aðgerða en af því að vandamálin sem símar og samfélagsmiðlar skapa eru fyrst og fremst andleg þá nennir enginn að gera neitt.“

Færsla Atla Fannars hefur vakið mikla athygli og eru margir á sömu skoðun og hann. 

Söngvarinn Björgvin Halldórsson segir málið uppeldislegt: „Banna og ekki banna…Þetta byrjar allt í uppeldinu.“

Annar segir að skólakerfið ætti að „nýta tæknina og kenna krökkunum á uppbyggilega notkun á tækjunum, bæði með fræðslu og skemmtiefni til staðar. Reynslan hefur sýnt að það þýðir ekkert að spyrna við fótum þegar kemur að tækni og nýjungum, en best er að taka þetta í notkun og beina á rétta braut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“