fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. júní 2024 11:57

Hótanirnar voru sendar á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir á samfélagsmiðlinum Instagram. Hótanirnar voru gerðar í tengslum við kvennamál.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Vesturlands á mánudag, 10. júní. Var manninum gefið að sök að hafa hótað öðrum með tveimur skilaboðum á Instagram þann 14. febrúar árið 2023.

„Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Svona hljóðuðu fyrri skilaboðin sem voru til umfjöllunar í dóminum. Ekki er fjallað ítarlega um deilu viðkomandi manna en augljóst er að hér er um einhvers konar ástarþríhyrning að ræða.

Reyndi fórnarlambið augljóslega að losna við manninn af samfélagsmiðlum því seinni skilaboðin hljóða svo:

„Það þyðir ekkert að blocka mig líka herna. Ég er að fara finna þig og ganga fra þér“

Hinn ákærði mætti ekki fyrir dóminn og var því litið á útivist hans sem játningu í málinu. Brotið taldi því sannað.

Litið var til þess að hann hafði hreint sakarvottorð. Var því 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára talin hæfileg refsing.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi