fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 13:13

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndstef, höfundaréttarsamtök sem standa vörð um höfundarrétt sjónlista, vekja athygli á því á Facebook-síðu sinni að bandaríska tæknifyrirtækið Meta muni hefja gagnauppsópun í Evrópu þann 26. júní næstkomandi nema notandinn bregðist sjálfur við og hafni þátttöku.

„Á Íslandi eins og víðar hafa listamenn og myndhöfundar nýtt netið, ekki síst instagram, en sömuleiðis facebook til þess að kynna sig, auglýsa sýningar sínar og svo framvegis. Meta hefur nú þegar hafið þjálfun eigin gervigreindar á gögnum (myndum og texta í póstum fólks, og öðrum persónugögnum svo sem hegðunarmynstrum) notenda frá löndum utan strangrar persónuverndarlöggjafar Evrópu, en nú stendur til að rúlla því út á Evrópumarkaði,“ segir í færslunni.

Bent er á að Meta hafi tekist að koma fyrirætlunum sínum í gegn með því að uppfylla tvö skilyrði; að notendur geti neitað að taka þátt og að gefinn yrði 4 vikna frestur til þess.

„Hefur lítið farið fyrir þessum áformum, og líklega farið fram hjá flestum lítil tilkynning í „notifications“ um að meta ætlaði að „bjóða upp á spennandi AI verkfæri, viltu vita hvernig við notum gögnin þín?“ sem þýddi sumsé á íslensku „við ætlum að fóðra gervigreindina okkar á öllu sem þú hefur birt á miðlum okkar nema þú smellir hér og segir nei innan næstu 4ra vikna“. Þar á eftir fylgdu nokkrar hindranir áður en komist var á eyðublað til þess að skrá sig mótfallinn,“ segir í færslunni.

Í færslu Myndstefs er vísað í umfjallanir erlendra fjölmiðla um málið og bent á að íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi tvær vikur til að neita að taka þátt.

„Eftir það verður efnið ekki tekið til baka úr gervigreindarmódelinu. Það er ljóst að íslenskir facebook/instagram notendur eru upp til hópa ómeðvitaðir um þessa tilætlun, og því vekjum við athygli á þessu mikilvæga máli.  Við vekjum athygli á að öll sem kjósa að nota þessa miðla til birtingar á höfundarvörðu efni hafa tækifæri til þess að taka um það ákvörðun sjálf hvort þau kjósi að gefa efni sitt í þessum tilgangi eður ei, til 26. júní nk.“

Í færslu Myndstefs fylgja svo eftirfarandi leiðbeiningar um hvernig hægt er að hafna þátttöku.

„Hægt er að smella á „account icon“, í efra hægra horninu, velja „settings & privacy“, og velja „Privacy Center“. Velja svo „Generative AI at Meta“, fara undir „How Meta uses information for generative AI models“, neðarlega er hægt að smella á „Right to object“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jeppe til liðs við KA
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

34 samnemendur Nigel Farage lýsa ógeðfelldu orðalagi hans – „Hitler hafði rétt fyrir sér!“

34 samnemendur Nigel Farage lýsa ógeðfelldu orðalagi hans – „Hitler hafði rétt fyrir sér!“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnar Þór inn og Guðmundur Ingi út úr ríkisstjórn – Inga söðlar um

Ragnar Þór inn og Guðmundur Ingi út úr ríkisstjórn – Inga söðlar um
Fréttir
Í gær

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið
Fréttir
Í gær

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP